Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 116

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 116
Tímarit Máls og menningar bókanna er opið. Enn er það tíminn, sjálfið og sagan, sem unnið er úr en í Sögunni allri er þyngri undiralda en í hinum bókunum, erfiðari og snúnari umræða þrátt fyrir kímnina og uppá- fyndingarsemina sem er höfundarein- kenni Péturs. Sagan er sem sagt ekki öll þar sem hún er séð. Nútíminn Fyrsti, þriðji, fimmti og sjötti hluti Sögunnar allrar segir frá Andra Haralds- syni og Bylgju. Við hittum þau í Krist- janíu í Kaupmannahöfn á dögum stúd- entauppreisnarinnar. Þau eru í heim- sókn hjá vinum. Það er náttúrlega talað um stúdentauppreisnina og byltinguna og stöff. Stelpurnar fara fram í eldhús (trúlega til að tala um kvennabylting- una) en strákarnir tala í stofunni: Á meðan þeir töluðu bjó um sig tilfinningin að heimurinn breyttist, að þeir breyttu heiminum með orð- um sínum. Þess vegna hlustuðu þeir aldrei hver á annan heldur kepptust við að breyta heiminum, skapa heim- inn í sinni mynd. (16) Andri upplifir Kaupmannahöfn eins og ævintýri í sýrurúsinu, byltingar- samfélagið Island er .framtíðarskáldsaga, hvort tveggja er skáldskapur og þar af leiðandi raunverulegt fyrir Andra. Hann er án sögu (fyrir Marx, ekkert — milli Marx og 68, ekkert), hann er án fjöl- skyldu (smáborgaraleg, best gleymd), án nokkurrar öruggrar sjálfsmyndar en með eitt, stórt markmið, það að lifa í Nútímanum. En hvernig getur maður án fortíðar sagt til um hvað sé nútími? .Hvað er NUtíminn? Það verður að finna það út; vita hvort Fromm segir það í „Sozialpsychologie und Gesell- schaftsteorie“(16), vita hvort einhver annar segir það í einhverri annarri bók, lesa, tala, standa sig. Næst hittum við þau Bylgju á leið til Indlands þar sem þau vænta þess að finna sjálf sig. Þau æða niður Evrópu en í Istanbúl er það staðfest að Bylgja er ófrísk og Indlandsferðin verður ekki lengri. Þau snúa við, setjast að í Frakk- landi (?) og ákveða að eignast barnið. Andra líst ekki á blikuna: „Fáeinar vikur til stefnu og hann var ekki búinn að finna sig ennþá, hvað þá Nútím- ann.“(159) Andra fæðist dóttir og hann er við- staddur fæðinguna. Á meðan á útvíkkun stendur situr hann á gólfinu í sjúkrastof- unni og minnir sig á Lennon eins og hann var á fréttamynd þegar Yoko missti fóstur. Hríðirnar hjá Bylgju minna hann á Katrínu í Vopnin kvódd og í kollhríðinni hugsar hann um söguna af Bermúdaþríhyrningnum og um Playhoy sem aldrei sýnir upp undir fæð- andi konur .... Textinn er ákaflega spenntur enda sýnir hann spennuna sem liggur til grundvallar persónu Andra: Hann kallar fram bókmenntirnar, lík- ingar og myndmál, til varnar þeim sterku tilfinningum sem vakna við fæð- ingu barns. Andri verður að yfirfæra hið hættulega, hið yfirnáttúrlega, afskræm- inguna og dauðann (Yoko, Bermúdaþrí- hymingurinn, Playboy og Vopnin kvödd) og aðeins þannig getur hann horfst í augu við það sem er að gerast. Áköf lífsþrá Andra felur þannig í sér andstæðu sína — óttann við lífið. Þegar til kastanna kemur þorir hann ekki að elska eða gefa vegna óttans við að fara flatt á því, missa eitthvað. Bylgja og Andri koma heim til Islands að námi loknu með dótturina Sif, ekkert er eins og það ætti að vera og þau enda 514
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.