Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Síða 116
Tímarit Máls og menningar
bókanna er opið. Enn er það tíminn,
sjálfið og sagan, sem unnið er úr en í
Sögunni allri er þyngri undiralda en í
hinum bókunum, erfiðari og snúnari
umræða þrátt fyrir kímnina og uppá-
fyndingarsemina sem er höfundarein-
kenni Péturs. Sagan er sem sagt ekki öll
þar sem hún er séð.
Nútíminn
Fyrsti, þriðji, fimmti og sjötti hluti
Sögunnar allrar segir frá Andra Haralds-
syni og Bylgju. Við hittum þau í Krist-
janíu í Kaupmannahöfn á dögum stúd-
entauppreisnarinnar. Þau eru í heim-
sókn hjá vinum. Það er náttúrlega talað
um stúdentauppreisnina og byltinguna
og stöff. Stelpurnar fara fram í eldhús
(trúlega til að tala um kvennabylting-
una) en strákarnir tala í stofunni:
Á meðan þeir töluðu bjó um sig
tilfinningin að heimurinn breyttist,
að þeir breyttu heiminum með orð-
um sínum. Þess vegna hlustuðu þeir
aldrei hver á annan heldur kepptust
við að breyta heiminum, skapa heim-
inn í sinni mynd. (16)
Andri upplifir Kaupmannahöfn eins
og ævintýri í sýrurúsinu, byltingar-
samfélagið Island er .framtíðarskáldsaga,
hvort tveggja er skáldskapur og þar af
leiðandi raunverulegt fyrir Andra. Hann
er án sögu (fyrir Marx, ekkert — milli
Marx og 68, ekkert), hann er án fjöl-
skyldu (smáborgaraleg, best gleymd), án
nokkurrar öruggrar sjálfsmyndar en
með eitt, stórt markmið, það að lifa í
Nútímanum. En hvernig getur maður án
fortíðar sagt til um hvað sé nútími?
.Hvað er NUtíminn? Það verður að
finna það út; vita hvort Fromm segir
það í „Sozialpsychologie und Gesell-
schaftsteorie“(16), vita hvort einhver
annar segir það í einhverri annarri bók,
lesa, tala, standa sig.
Næst hittum við þau Bylgju á leið til
Indlands þar sem þau vænta þess að
finna sjálf sig. Þau æða niður Evrópu en
í Istanbúl er það staðfest að Bylgja er
ófrísk og Indlandsferðin verður ekki
lengri. Þau snúa við, setjast að í Frakk-
landi (?) og ákveða að eignast barnið.
Andra líst ekki á blikuna: „Fáeinar vikur
til stefnu og hann var ekki búinn að
finna sig ennþá, hvað þá Nútím-
ann.“(159)
Andra fæðist dóttir og hann er við-
staddur fæðinguna. Á meðan á útvíkkun
stendur situr hann á gólfinu í sjúkrastof-
unni og minnir sig á Lennon eins og
hann var á fréttamynd þegar Yoko
missti fóstur. Hríðirnar hjá Bylgju
minna hann á Katrínu í Vopnin kvódd
og í kollhríðinni hugsar hann um söguna
af Bermúdaþríhyrningnum og um
Playhoy sem aldrei sýnir upp undir fæð-
andi konur .... Textinn er ákaflega
spenntur enda sýnir hann spennuna sem
liggur til grundvallar persónu Andra:
Hann kallar fram bókmenntirnar, lík-
ingar og myndmál, til varnar þeim
sterku tilfinningum sem vakna við fæð-
ingu barns. Andri verður að yfirfæra hið
hættulega, hið yfirnáttúrlega, afskræm-
inguna og dauðann (Yoko, Bermúdaþrí-
hymingurinn, Playboy og Vopnin
kvödd) og aðeins þannig getur hann
horfst í augu við það sem er að gerast.
Áköf lífsþrá Andra felur þannig í sér
andstæðu sína — óttann við lífið. Þegar
til kastanna kemur þorir hann ekki að
elska eða gefa vegna óttans við að fara
flatt á því, missa eitthvað.
Bylgja og Andri koma heim til Islands
að námi loknu með dótturina Sif, ekkert
er eins og það ætti að vera og þau enda
514