Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Síða 117

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Síða 117
sem barnakennarar í sjávarþorpi úti á landi. Aftur er Andri staddur í „vitlausri atburðarás." Þau Bylgja eru „útlending- ar“ í augum þorpsbúa og Andri er for- viða yfir tilbreytingarleysinu í þorpinu og „tilgerðarleysi" þorpsbúa (193). I lýs- ingunni á lífi Andra í þorpinu bregður svo við að tilvísanir til annarra bók- mennta snögghætta, þetta er ekki bók- menntalegt sjávarþorp og um leið er það óraunverulegt fyrir Andra. Þegar barna- kennararnir hyggjast hins vegar fá sér í eina pípu af hassi, verður hið óraunveru- lega þorp allt í einu einkar raunverulegt: Bastían bæjarfógeti ber utan dyrnar (á húsi ræningjanna) og hrópar „Opnið í nafni laganna". Sögunni af Andra lýkur með ferð hans suður, í flugvél á leið í tugthúsið í Reykjavík. I flugvélinni les hann um glæp sinn í einu blaðanna og grætur úr hlátri; íslenskir blaðamenn eru mun duglegri en hann við að breyta veruleika í skáldskap, líf hans er skyndilega orðið að sakamálasögu.... Lokasetningin í sögu Andra er „Vélin kom hart niður.“ (204) Sagnfrœðingur dn sögu Sögumaðurinn í Sögunni allri kemur fram í öðrum hluta bókarinnar og talar til okkar í 2., 4., og 7. hluta hennar. Sögumaðurinn, Guðmundur Andri kall- aður Manni, er sagnfræðingur sem hefur misst minnið. Minnið missti hann kannski af því að hann fékk lögreglu- kylfu í höfuðið, kannski af notkun sýru á námsárunum... (266). Guðmundur Andri og Andri gætu mæta vel verið sama persónan; þeir eiga sömu konu, sömu vini, samnefnda en ólíka foreldra og hvor sitt barnið. Það skiptir hins vegar ekki máli hvort þeir tveir eru sama persónan eða ekki. Sögu- Umsagnir um btskur maður okkar tengir sig ekki við þann Andra sem hann (e.t.v.) var. Andri er annar maður, maður sem lifði öðru lífi, maður á flótta úr einu í annað, flótta sem hann kallaði „leit“ að Nútímanum. Guðmundur Andri vill ekki flýja, hann vill vera í nútímanum. Guðmundur Andri óttast ekki lífið — heldur dauðann. Hann dregur hringinn kring- um sjálfan sig í núinu með því að velja minnisleysið. Minnisleysið bókstaflega dæmir Guðmund Andra til nútímans. Og í þetta sinn er barátta hans við „sinn tíma“ blóðug alvara, ekki hálfkæringur. Hvað á minnislaus sagnfræðingur að gera við líf sitt? Hvað gerir sagn-fræð- ingur/rithöfundur sem hefur enga sögu að segja? Guðmundur Andri gerir hús- verk, passar Hring, son sinn, hálfan dag- inn, horfir út um gluggann, hugsar, vél- ritar skáldsögu, háttar og svæfir Hring, gerir húsverk, vélritar . . . Grátt til- breytingarleysið leggst yfir dagana; ein- manaleg vinnan, skyldustörfin, barna- uppeldið, sjónvarpið, taktfastur hvers- dagsleiki innan fjögurra veggja. Sögu- maðurinn vill bara „vera hann sjálfur", „lifa“ „í núinu" — en minnisleysið sem hann hefur valið sér er sjúklegt ástand, vöntun, hömlun — sem skapar sálfræði- lega vanlíðan og þörf fyrir að gera það aftur heilt sem orðið er hálft. Sögumað- urinn getur ekki lifað eins og hann vill helst, nema hann svari spurningunum: Hver er „ég“ (sjálfur)? Hvað er „að lifa?“ Og hvað er tíminn — hvað er „núið“? Stórveldin Minningarnar koma óboðnar til Guð- mundar Andra, Manna. Þær kvikna af orðum, hljóðum og myndum sem kveikja af sér hugrenningar sem smám saman 515
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.