Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Qupperneq 117
sem barnakennarar í sjávarþorpi úti á
landi. Aftur er Andri staddur í „vitlausri
atburðarás." Þau Bylgja eru „útlending-
ar“ í augum þorpsbúa og Andri er for-
viða yfir tilbreytingarleysinu í þorpinu
og „tilgerðarleysi" þorpsbúa (193). I lýs-
ingunni á lífi Andra í þorpinu bregður
svo við að tilvísanir til annarra bók-
mennta snögghætta, þetta er ekki bók-
menntalegt sjávarþorp og um leið er það
óraunverulegt fyrir Andra. Þegar barna-
kennararnir hyggjast hins vegar fá sér í
eina pípu af hassi, verður hið óraunveru-
lega þorp allt í einu einkar raunverulegt:
Bastían bæjarfógeti ber utan dyrnar (á
húsi ræningjanna) og hrópar „Opnið í
nafni laganna".
Sögunni af Andra lýkur með ferð
hans suður, í flugvél á leið í tugthúsið í
Reykjavík. I flugvélinni les hann um
glæp sinn í einu blaðanna og grætur úr
hlátri; íslenskir blaðamenn eru mun
duglegri en hann við að breyta veruleika
í skáldskap, líf hans er skyndilega orðið
að sakamálasögu.... Lokasetningin í
sögu Andra er „Vélin kom hart niður.“
(204)
Sagnfrœðingur dn sögu
Sögumaðurinn í Sögunni allri kemur
fram í öðrum hluta bókarinnar og talar
til okkar í 2., 4., og 7. hluta hennar.
Sögumaðurinn, Guðmundur Andri kall-
aður Manni, er sagnfræðingur sem hefur
misst minnið. Minnið missti hann
kannski af því að hann fékk lögreglu-
kylfu í höfuðið, kannski af notkun sýru
á námsárunum... (266).
Guðmundur Andri og Andri gætu
mæta vel verið sama persónan; þeir eiga
sömu konu, sömu vini, samnefnda en
ólíka foreldra og hvor sitt barnið. Það
skiptir hins vegar ekki máli hvort þeir
tveir eru sama persónan eða ekki. Sögu-
Umsagnir um btskur
maður okkar tengir sig ekki við þann
Andra sem hann (e.t.v.) var. Andri er
annar maður, maður sem lifði öðru lífi,
maður á flótta úr einu í annað, flótta sem
hann kallaði „leit“ að Nútímanum.
Guðmundur Andri vill ekki flýja, hann
vill vera í nútímanum. Guðmundur
Andri óttast ekki lífið — heldur
dauðann. Hann dregur hringinn kring-
um sjálfan sig í núinu með því að velja
minnisleysið. Minnisleysið bókstaflega
dæmir Guðmund Andra til nútímans.
Og í þetta sinn er barátta hans við „sinn
tíma“ blóðug alvara, ekki hálfkæringur.
Hvað á minnislaus sagnfræðingur að
gera við líf sitt? Hvað gerir sagn-fræð-
ingur/rithöfundur sem hefur enga sögu
að segja? Guðmundur Andri gerir hús-
verk, passar Hring, son sinn, hálfan dag-
inn, horfir út um gluggann, hugsar, vél-
ritar skáldsögu, háttar og svæfir Hring,
gerir húsverk, vélritar . . . Grátt til-
breytingarleysið leggst yfir dagana; ein-
manaleg vinnan, skyldustörfin, barna-
uppeldið, sjónvarpið, taktfastur hvers-
dagsleiki innan fjögurra veggja. Sögu-
maðurinn vill bara „vera hann sjálfur",
„lifa“ „í núinu" — en minnisleysið sem
hann hefur valið sér er sjúklegt ástand,
vöntun, hömlun — sem skapar sálfræði-
lega vanlíðan og þörf fyrir að gera það
aftur heilt sem orðið er hálft. Sögumað-
urinn getur ekki lifað eins og hann vill
helst, nema hann svari spurningunum:
Hver er „ég“ (sjálfur)? Hvað er „að
lifa?“ Og hvað er tíminn — hvað er
„núið“?
Stórveldin
Minningarnar koma óboðnar til Guð-
mundar Andra, Manna. Þær kvikna af
orðum, hljóðum og myndum sem kveikja
af sér hugrenningar sem smám saman
515