Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Síða 120
Tímarit Mdls og menningar
Það er ekki venjan að ekkja eða ekkill
skrifi eftir maka sinn af því að sá sem
eftir lifir veit of mikið, er ekki trúverð-
ugur í þessu samhengi.
Það er móðirin sem býr föðurinn til
handa eftirkomendum. Af hverju þarf
hún að gera þetta? Var það kannski
móðirin sem bjó föðurinn/harðstjórann
til? Hver var móðirin?
Sambandið við hana skiptir sögu-
manninn höfuðmáli af því að tilfinning-
ar hans til hennar eru grundvöllurinn að
ástum hans sem fullorðins manns (233).
Lýsingin á móðurinni er jafn samsett og
Iýsing föðurins: Upphaflega er hún lífs-
glöð sveitastúlka, falleg, örlát og hvers
manns hugljúfi. Hún giftist töffaranum
Hadda og dreymir eins og hann um
hamingjuna „cheek to cheek“.
Veruleikinn veldur henni vonbrigðum
eins og honum, en hún hefur börnin,
fimm aðdáendur, félaga, bandamenn.
Drykkjuskapur föðurins og árásargirni
gerir börnin hrædd og óörugg, móðirin
verður hinn fasti og öruggi miðpunktur
í tilveru þeirra. Þau tilbiðja hana og eru
montin af henni: „Huggun að enginn á
mömmu sem er eins falleg og góð og
mamma okkar. Það er albarnarómur í
hverfinu.“(149)
Guðmundur Andri verður bundinn
móðurinni, tilfinningalega háður henni
fram eftir aldri. Þegar hann endurgerir
mynd hennar á hann mun erfiðara með
að sjá hana utan frá en föðurinn. Allt
jákvætt felst í henni; líkama hennar með
leyndardómum sínum, blíðu hennar,
skilningi, vernd. Allar þessar tilfinningar
bernskunnar brjótast fram þegar móðir-
in verður alvarlega veik í síðasta hlutan-
um:
Eg bora höfðinu í sængina. Þetta
sem mátti aldrei gerast. Þetta sem ég
áminnti Guð um á hverju kvöldi. Að
aldrei. Hvernig sem allt veltist ...
heimsendi já, mömmu nei.
Stikkið sem við hlaupum í þegar
veröldin verður okkur um megn.
Mamma! Mamma! Mamma! alla
leið upp í eldhús.
Mamma! Mamma! Mamma! alla
leið niður í vaskahús. (225)
Móðirin heldur áfram að vera glöð og
örlát við börnin - og aðra en hinn brös-
ótta mann sinn. Hann grunar hana um
að hafa verið sér ótrú, sögumanninn
grunar það líka. Faðirinn er afbrýði-
samur, þolir ekki tilhugsunina um að
hún eigi einhvers konar líf sem hann er
ekki þátttakandi í. Sömu afstöðu má sjá
hjá sögumanninum, hún er samþættuð
bernsku hans og í bókinni reynir hann
að vinna úr þessum móðurbindingum,
gera móðurina að persónu, skilja á milli
sín og hennar. Það tekst af því að tíminn
hefur smám saman breytt hlutverkaskip-
uninni; móðirin er gömul, hrörnandi og
orðin háðari syninum en hann henni.
Hin narkissíska samsömun við hana er
smám saman orðin minning. Eftir stend-
ur einhvers konar tóm.
Uppgjör
Asta og Haddi; stórveldi sem eigast við
á kaldastríðsárunum, aðalpersónur í
sögum barna sinna:
Uppgjörið er endalaust og heldur
áfram þótt sex fet séu niður á hann.
Lýkur ekki fyrr en síðasta meðlim er
slakað ofan í gröfina og jafnvel eftir
það heldur útgeislun áfram í afkom-
endunum. Við erum geislavirk án
þess að hafa hugmynd um hvar, hve-
nær og af hverju sprengjurnar
sprungu. Þótt tekist hafi að setja
518