Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 137

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 137
margt að segja af þess konar stórmælum sem fornum höfundum þóttu í sögur færandi. Upphaf Eiríks sögu er nátengt Land- námu og hluti þess blandast einnig sam- an við Eyrbyggju. Lærðir menn hafa deilt um samband þessara verka. Ólafur Halldórsson telur að í upphafi Eiríks sögu muni höfundur hafa stuðst við glat- aðan Landnámutexta, eldri en þá sem enn eru til, og að 2. kap. beri þess helst merki að vera útdráttur úr efnismeira riti. Þetta telur hann líklegt að hafi verið eldri saga af Eiríki rauða, „sem hafi bor- ið nafn með rentu,“ allt önnur saga en sú sem varðveitt er. Slíkar getgátur er jafn- torvelt að sanna sem afsanna og má mönnum e. t. v. þykja sem ekki sé bæt- andi á fjölda glataðra ritverka í upphafi bókmenntasögu okkar. Hafi þessi Eiríks saga einhvern tíma verið til, sjást furðu- lítil merki eftir hana i varðveittum ritum. A síðustu áratugum hafa flestir fræði- menn talið að Eiríks saga muni vera frá síðustu áratugum 13du aldar, eða yngri en 1264, en Ölafur álítur að hún muni vera samin á fyrstu áratugum 13du aldar. Kenningar um aldur Islendinga- sagna flestallra eru oftast reistar á harla ótraustum grunni, eins og best má sjá á þeim ýmsum hrókeringum sem gerðar eru á því sviði, og svo er um þessa niðurstöðu. Verð ég þó að taka undir það með Ólafi að röksemdir fyrir því að sagan sé ung eru lítils virði, og almennur svipur hennar styrkir niðurstöðu hans. En hún er þó ótraust eins og hann gengst við sjálfur. Lengi vel töldu fræðimenn að Græn- lendinga saga væri mjög ung og á allan Umsagnir um bœkur hátt ómerkari en Eiríks saga rauða. Þess- um hugmyndum kollvarpaði Jón Jó- hannesson með ritgerð um söguna, sem birtist 1956, og taldi hann að Grænlend- inga saga mundi vera eldri en Ólafs saga Gunnlaugs Leifssonar, sem samin var um 1200. Ólafur Halldórsson er raunar ekki sannfærður um að sagan hljóti að vera alveg svo gömul; hann telur að hún hljóti að vera samin eftir 1200, en þó í upphafi 13. aldar og um svipað leyti og Eiríks saga rauða. Um heimildir þær, sem höfundur Grænlendinga sögu studdist við, segir í Viðauka: „Einsætt virðist að heimildir hans hafi einvörð- ungu verið munnlegar sagnir, og úr þeim sögnum hefur hann búið til sögu og gripið til þeirra meðala sem nauðsyn- leg voru til að gera sögu læsilega og skemmtilega.“ (377) Ymislegt efni er sameiginlegt báðum sögunum og ber Ólafur það saman og kemst hér að sömu niðurstöðu og í doktorsriti sínu, „að hvorki muni höfundur Grænlendinga sögu hafa sótt efni í Eiríks sögu rauða né höfundur Eiríks sögu í Grænlendinga sögu. Þar af leiðandi hljóti sameiginlegt efni þessara sagna að vera komið úr munnlegum frásögnum.“ (sst.) Eins og aðrar niðurstöður Ólafs er þetta senni- legt en þó hefur síðasta orðið tæplega verið sagt um það. Vafalaust á einhver eftir að reyna að sýna fram á rittengsl þessara sagna. Eintak mitt af þessum Viðauka er átætlega prentað (að örfáum smálýtum undanteknum) og vekur bjartsýni um að IF verði áfram til sóma íslenskum bóka- gerðarmönnum. Vésteinn Ólason. 535
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.