Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Page 7
Ur htenuhaus gagnrýnanda
athuga ekki vélina" . . . o.s.frv. Nei, hér þarf gildan rökstuðning því ásökunin
er stór og brýnt hlýtur að vera að koma þessu stórhættulega bandalagi fyrir
kattarnef, svo listin í landinu bíði ekki langvarandi skaða af illverkum þess og
sannir snillingar fái uppreisn æru.
Vald gagnrýnandans?
Að öllu gamni slepptu þá veit Einar Már jafnvel og gagnrýnendur sjálfir að
vald þeirra er sem betur fer ekki svo mikið að þeir fái kæft niður góða list (þótt
þeir væru allir af vilja gerðir). Listin talar nefnilega máli sínu sjálf að miklu
leyti, eins og Einar Már segir reyndar sjálfur: „Jákvæður ritdómur getur ekki
bjargað slæmu bókmenntaverki frá því að vera slæmt og neikvæður dómur
eyðileggur sömuleiðis ekki það sem vel er gert.“ (5)
Hins vegar má ekki vanmeta áhrif gagnrýnandans. Hann hefur ákveðið vald,
þó það sé aldrei endanlegt ákæru- eða dómsvald. Hann getur t.a.m. ákveðið
hvaða verk hann fjallar um og þar með hundsað önnur af ýmsum illskýranleg-
um ástæðum. Þannig hafa margir góðir rithöfundar verið „þagaðir í hel“. Það
er alkunna að ef rithöfundum finnst eitthvað verra en að fá neikvæðan ritdóm
um skáldverk sitt, þá er það að fá engan dóm. Eðlilega óska listamenn eftir
viðbrögðum við vinnu sinni og í flestum tilfellum virðist þeim ekki nægja þau
(mystísku) viðbrögð sem „hinn almenni lesandi“ lætur þeim í té, heldur óska
þeir eftir opinberri umfjöllun og þá umfjöllun aðila sem þeir vonast til að mark
sé á tekið. Sú von virðist reyndar heldur bágborin, því allur þorri „almennings“
keppist við að lýsa því yfir (ef að er spurt) að hann taki ekkert mark á gagnrýn-
endum.
Afstaða rithöfunda til gagnrýni og ritdóma hefur ætíð borið einkenni geð-
klofa. Þeir biðja um gagnrýni í öðru orðinu en hafna henni alveg í hinu. Þetta
er ástar-haturs samband, og kannski oftast í þeim skilningi að rithöfundurinn
hatar gagnrýnandann sem á hins vegar að bera skilyrðislausa ást til bókmennt-
anna, eða í yfirfærðri merkingu: rithöfundarins.
Guðbergur Bergson lýsir þessu sambandi á bráðskemmtilegan hátt í grein
sinni „Gagnrýni á gagnrýnina“ (TMM 5/1982):
„Listamaðurinn óttast gagnrýnandann, á svipaðan hátt og slóttugur sjúkling-
ur geðlækni. Ottinn stafar af ótta listamannsins við nekt sína, þótt hann
hampi henni gjarna í verkum sínum. Kannski örlar einnig á ótta við þekking-
una, því það er hin blinda frumhvöt sem frjóvgar listaverkið. Listamaðurinn
óttast að annar en hann sjálfur komist að innsta kjarna efniviðarins. Likt og
sálsjúki maðurinn segir listamaðurinn aldrei allan sannleikann um hug sinn í
verkum sínum. Hann verður aldrei sem opin bók. Sá sem semur bækur
óttast hinn sem leysir þær upp í huganum.“ (560)
Hér ætla ég engu við að bæta.
Það er reyndar athyglisvert að bera gagnrýni Guðbergs saman við gagnrýni
141