Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 7
Ur htenuhaus gagnrýnanda athuga ekki vélina" . . . o.s.frv. Nei, hér þarf gildan rökstuðning því ásökunin er stór og brýnt hlýtur að vera að koma þessu stórhættulega bandalagi fyrir kattarnef, svo listin í landinu bíði ekki langvarandi skaða af illverkum þess og sannir snillingar fái uppreisn æru. Vald gagnrýnandans? Að öllu gamni slepptu þá veit Einar Már jafnvel og gagnrýnendur sjálfir að vald þeirra er sem betur fer ekki svo mikið að þeir fái kæft niður góða list (þótt þeir væru allir af vilja gerðir). Listin talar nefnilega máli sínu sjálf að miklu leyti, eins og Einar Már segir reyndar sjálfur: „Jákvæður ritdómur getur ekki bjargað slæmu bókmenntaverki frá því að vera slæmt og neikvæður dómur eyðileggur sömuleiðis ekki það sem vel er gert.“ (5) Hins vegar má ekki vanmeta áhrif gagnrýnandans. Hann hefur ákveðið vald, þó það sé aldrei endanlegt ákæru- eða dómsvald. Hann getur t.a.m. ákveðið hvaða verk hann fjallar um og þar með hundsað önnur af ýmsum illskýranleg- um ástæðum. Þannig hafa margir góðir rithöfundar verið „þagaðir í hel“. Það er alkunna að ef rithöfundum finnst eitthvað verra en að fá neikvæðan ritdóm um skáldverk sitt, þá er það að fá engan dóm. Eðlilega óska listamenn eftir viðbrögðum við vinnu sinni og í flestum tilfellum virðist þeim ekki nægja þau (mystísku) viðbrögð sem „hinn almenni lesandi“ lætur þeim í té, heldur óska þeir eftir opinberri umfjöllun og þá umfjöllun aðila sem þeir vonast til að mark sé á tekið. Sú von virðist reyndar heldur bágborin, því allur þorri „almennings“ keppist við að lýsa því yfir (ef að er spurt) að hann taki ekkert mark á gagnrýn- endum. Afstaða rithöfunda til gagnrýni og ritdóma hefur ætíð borið einkenni geð- klofa. Þeir biðja um gagnrýni í öðru orðinu en hafna henni alveg í hinu. Þetta er ástar-haturs samband, og kannski oftast í þeim skilningi að rithöfundurinn hatar gagnrýnandann sem á hins vegar að bera skilyrðislausa ást til bókmennt- anna, eða í yfirfærðri merkingu: rithöfundarins. Guðbergur Bergson lýsir þessu sambandi á bráðskemmtilegan hátt í grein sinni „Gagnrýni á gagnrýnina“ (TMM 5/1982): „Listamaðurinn óttast gagnrýnandann, á svipaðan hátt og slóttugur sjúkling- ur geðlækni. Ottinn stafar af ótta listamannsins við nekt sína, þótt hann hampi henni gjarna í verkum sínum. Kannski örlar einnig á ótta við þekking- una, því það er hin blinda frumhvöt sem frjóvgar listaverkið. Listamaðurinn óttast að annar en hann sjálfur komist að innsta kjarna efniviðarins. Likt og sálsjúki maðurinn segir listamaðurinn aldrei allan sannleikann um hug sinn í verkum sínum. Hann verður aldrei sem opin bók. Sá sem semur bækur óttast hinn sem leysir þær upp í huganum.“ (560) Hér ætla ég engu við að bæta. Það er reyndar athyglisvert að bera gagnrýni Guðbergs saman við gagnrýni 141
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.