Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Page 56

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Page 56
Tímarit Máls og menningar lagi gefur hún í skyn að bókin sé skrifuð beinlínis sem vakningarrit, sé einhvers konar ákall til lesenda um að skilja það og sjá að karlmenn séu ófærir til ásta. Ef við lítum rétt á það hvernig grein Helgu er byggð vaknar líka sú spurning hvert eiginlegt viðfang greinarinnar sé, hvort það sé texti Stein- unnar - eða hvort sá texti sé fremur nokkurs konar heimild. Þegar við flettum greininni sjáum við að Helga byrjar hvern efnisflokk - fyrir utan formála og lokaorð - ævinlega á því að rekja hugmyndir viðurkenndra fræðikvenna (og Roland Barthes) og síðan leitar hún staðfestingar þessara hugmynda í Tímaþjófinum, sýnir með dæmum þaðan fram á hve snjallar og réttmætar kenningar átorítetanna eru. Hún fer sem sé ekki fyrst í Tíma- þjófinn og reynir að að henda reiður á heimi hans, afstöðum persóna, þýðingu atvika, samspili tákna o.s.frv. Niðurstaðan af bókinni er þannig fengin fyrirfram, síðan er farið að sanna hana. Sem er ósköp auðvelt - fáir standast Vottum Jehóva snúning í Biblíuskýringum, svo dæmi sé tekið af hópi fólks sem les hugmyndir sínar um algild lögmál inn í bókmenntaverk. Nú er ég ekki að afneita túlkunaraðferðum. Við getum aldrei opnað skáldverk með algerlega saklausum huga, og þó svo væri, yrði það ekki einu sinni neitt tiltakanlega snjall lestrarmáti. Mestu varðar að við gerum okkur grein fyrir fordómum okkar og játum þá heiðarlega. Það sem ég hins vegar sakna úr grein Helgu er hennar eigin persóna - hún er dálítið eins og umboðsmaður Juliu Kristevu á Islandi. Eða: það er eins og hún leggi af stað inn í verkið með svona tíu ferðamannabæklinga, sem hún getur naum- ast litið upp úr. Ég sakna „mér finnst" þáttarins í greininni, eða samtalsins sem góður lestur er ævinlega. Kerfi túlkunaraðferðarinnar, heimur skáld- verksins og kenndir, fordómar, persónuleiki og reynsla túlkandans - allt þetta þarf að vera í jafnvægi. Bókmenntafræðingurinn er ekki bara miðill. Mér finnst túlkunaraðferðin bera allt hitt ofurliði í grein Helgu. Veruleikinn er óreiða og bókmenntir tilraun til að koma skipan á hann. Síðan kemur bókmenntafræðingurinn og kannar hvernig það er gert, hann túlkar og kemur nýrri skipan á. Og til þess að sú iðja verði heiðarleg þarf hann að taka tillit til allra þátta verksins, hann má ekki velja úr aðeins það sem hann telur skipta máli fyrir sína túlkun; þá er hann farinn að falsa verkið og sýna höfundi lítilsvirðingu. I tilfelli Tímaþjófsins þurfum við að skoða alla ástarsögu Oldu, við þurf- um að gefa gaum að persónuleika hennar og öllum samskiptum hennar við karlmenn, ekki bara sumum, eins og Helga gerir. Hún segir að Alda farist „ofurseld þeim þjóðfélagslegu lögmálum sem ráða“ (bls. 56), hún sé „dæmd til að hrekjast, vegna þess að í karlveldinu [hafi] konur engan stað að fara á“ (bls. 89). Reyndar mætti hér snúa örlítið út úr fyrir Helgu og 190
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.