Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Side 73

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Side 73
Dómurinn keisaradæmið og er stundum bent á að Kafka hafi verið í þreföldum minnihluta- hópi: hann var Tékki en móðurmál hans var þó þýska og auk þess var hann af gyðingaættum. Fyrstu verk sín, sem varðveist hafa, skrifaði Kafka árið 1904, en það er ekki fyrr en hann semur „Dóminn“ 1912 að honum fannst þjáning sú sem ritstörfin kostuðu hann réttlætast í afurðinni. Ekki síst vegna þess að hann, sem ævinlega var maður hiksins, ritaði verkið á einni nóttu. Þann 23. september 1912 skrifar hann í dagbók sína (sem er ekki síður þekkt en önnur verk hans): „Söguna „Dóminn" skrifaði ég í einni lotu aðfaranótt 23. september, frá því klukkan tíu um kvöldið til sex um morguninn. Fótleggina, stífa eftir setuna, gat ég vart dregið undan skrifborðinu. Skelfileg áreynslan og gleðin yfir því hvernig sagan varð til fyrir mér, hvernig mig bar áfram með straumi." Bent hefur verið á ýmsar ævisögulegar kveikjur sögunnar: rúmum mánuði áður hafði Kafka kynnst Felice Bauer (sem hann tileinkar söguna) og var nýbúinn að skrifa hið fyrsta af mörgum frægum bréfum til hennar. Þau áttu síðar eftir að trúlofast tvisvar. - „Karlmaður án konu er enginn maður,“ skrifar Kafka í dagbók- ina - en hann gat aldrei stigið skrefið til fulls. Þetta orsakaðist að nokkru af baráttu hans við harðneskjulegan föður sinn - sem raunar var kaupmaður. Loks má geta þess að Kafka hafði nýlega fengið mikinn áhuga á gyðinglegri menningararfleifð (sem hann hafði áður virt að vettugi) og fylgdist hann meðal annars grannt með þeim jiddísku ferðaleikhúsum sem komu til Prag. Þykjast menn finna töluverð áhrif þessara leikhúsverka á „Dóminn" og seinni verk Kafka. Jafnframt eru sterk tengsl milli gyðingdóms og þess föðurvalds sem Kafka var sífellt að glíma við í verkum sínum. En slíkar skýringar bjarga okkur aldrei úr túlkunarvanda þegar verk Kafka eiga í hlut og þetta gildir ekki síst um þau orð sem hann lætur sjálfur falla um verk sín. Sumum virðast verk Kafka einkar bölsýn, en í bréfi til Felice kallaði Kafka „Dóm- inn“ „fæðingu". Um sögulokin sagði Kafka eitt sinn við vin sinn Max Brod: „Veistu hvað lokamálsgreinin merkir? - Mér varð hugsað til öflugs sáðláts." Þekktustu sögur Kafka auk „Dómsins" eru „Hamskiptin“ (sem er skrifuð seinna sama ár og er nokkuð skyld ,,Dómnum“), „Sveitalæknir", „Skýrsla handa aka- demíu", „I refsinýlendunni" og „Hungurlistamaður" og svo auðvitað skáldsögurn- ar þrjár (sem höfundurinn lauk ekki við að fullu): Ameríka, Réttarhöldin og Hóllin. „Hamskiptin" hafa verið þýdd á íslensku (1960 og 1983) og einnig Réttarhöldin (1983). Þýðingar á „Sveitalækni" og „Skýrslu handa akademíu" sem og á fleiri sögum Kafka birtust í sérstöku Kafka-hefti Tímarits Máls og menningar 1983 (3. hefti). Tvær ritgerðir um verk Kafka hafa birst í Tímaritinu: „Eg var í miklum vanda staddur" eftir Astráð Eysteinsson í Kafka-heftinu og „Um réttarhöld Kafka“ eftir Eduard Goldstúcker í 4. hefti 1979. Islensku þýðingunni á Réttarhöldunum fylgir einnig allítarlegur eftirmáli. Þýð. 207
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.