Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Page 113

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Page 113
skáldlegan stíl sem ég minnist ekki að hafa séð slíkan í verkum hennar fyrr. Mætti taka mörg dæmi, einkum úr síð- ari hluta bókarinnar þegar lýst er undir- búningi Gunnlaðar undir vígslu kon- ungs og fundi þeirra. En vandinn að velja er svo mikill að best er að láta les- endum eftir að velja sjálfir. Vitaskuld er margt í Gunnlaðar sögu sem skilur eftir undrun og spurn, og efa um listrænt gildi eða hlutverk, en þeim atriðum fækkar eftir því sem oftar og betur er lesið. Endirinn skilur mig eftir í óróleika og óvissu. Það er eins og þeir töfrar sem svo fast hafa tengt frásagn- irnar báðar, og því fastar sem nær dreg- ur hámarki, hafi horfið og maður sitji eftir fullur tómleika: er þá allt búið? var þetta til einhvers? Hitt er svo augljóst að það hefði verið jafnerfitt sem og það hefði verið óraunsætt að sýna einhver ytri tákn um afleiðingar af athöfnum þeirra mæðgnanna. Lesandinn verður sjálfur að hnýta þræðina saman. Vésteinn Olason VÖNDUÐ ÚTGÁFA EN GÖLLUÐ Sigurður Nordal: List og lífsskoðun I—III (gefið út í umsjón Jóhannesar Nordals, Reykjavík 1987) Útgáfan á ritsafni Sigurðar Nordals, sem hafin var á aldarafmæli hans, heldur áfram með jöfnum hraða, og komu nú fyrir jólin út þrjú ný bindi. Þar sem út- gefendur hafa valið þann kost að skipta verkum Sigurðar í „efnisflokka" án til- lits til aldurs og eftir sínum eigin fors- endum að því er virðist, eru þessi þrjú bindi látin heita einn slíkur „flokkur", Umsagnir um bakur gefin út í snotrum kassa og nefnd einu nafni „List og lífsskoðun I—III“. Eru þau þannig fullgild hliðstæða þeirra þriggja binda „Mannlýsinga“ sem komu út í sams konar kassa 1986. En við þessa flokkaskiptingu, svo og tilhögun útgáfunnar, er sitthvað að at- huga. Ef gefa ætti út verk rithöfundar sem samið hefði fjölbreytt rit væri rétt- lætanlegt að raða t.d. skáldsögum sam- an, síðan ljóðum og loks ritgerðum eða öðru, því allt eru þetta viðurkenndar bókmenntagreinar, sem lúta hver sínum sérstöku lögmálum, þannig að í flokka- skiptingu sem byggð væri á slíkum bók- menntagreinum væru líkur til að hver flokkur hefði ákveðinn heildarsvip. Hins vegar verður víst tæplega sagt, að „mannlýsingar" séu sjálfstæð bók- menntagrein á Islandi, og „list og lífs- skoðun“ er það enn síður, og sem „merkimiðar“ eru þessi heiti harla óljós og merkingarlítil: „list“ Sigurðar Nor- dals kom fram í flestu sem hann skrif- aði, og brot úr „lífsskoðun“ hans harla víða, og ýmsar snjöllustu „mannlýsing- ar“ hans er að finna í fyrirlestrum þeim sem prentaðir eru í flokknum „List og lífsskoðun“. Erfitt er því að sjá rökin fyrir þessum flokksheitum og gætu þau reyndar valdið ýmsum meinlegum mis- skilningi. Til er sú skemmtilega þjóð- saga (og vonandi sanna) að Sigurður Nordal hafi haft það orð um menn, sem þekktu vel nöfn á höfundum og bókum en vissu síður um innihaldið, að þeir væru „kjalfróðir". Nú er hætt við því, að maður sem stefnir að því að full- komna sig í kjalfræðum og rýnir ákaft í bókakili í hillum sínum með koníaks- glasið í annarri hendi og vindilinn í hinni, sé ekki miklu nær við að lesa þar á kjölum margra bóka í röð „Sigurður Nordal: Ritsafn". Talsvert öðru máli 247
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.