Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Page 43
myrkur byrgja sýn. Það er sýnt með hug-
lægri myndatöku sem klippt er með nær-
myndum af andliti og augum stúlkunnar.
Að lokum neyðist hún til að stöðva bifreið
sína við afskekkt mótel þar sem Norman
Bates tekur á móti henni. Lesa má ákveðna
merkingu út úr þessu sjónar-spili. Stúlkan
hefur fram til þessa misnotað skynfæri sín
og treyst á óraunveruleg verðmæti. Nú er
eins og skynfærin taki af henni ráðin; hún
verður að staldra við til að endur-skoða
gjörðir sína. Á mótelinu tekur hún ákvörð-
un um að hverfa til baka en það er um
seinan. Sjónar-spilið nær hámarki í sturtu-
atriðinu er hefst með nærmynd af auga Nor-
mans sem starir á stúlkuna gegnum gat á
vegg. Er líður á atriðið fjölgar myndum er
minna á lögun augans; myndavélinni er
beint að salemisskál, sturtuhaus, niðurfalls-
opi — og loks brostnu auga sem starir inn
í vélina til okkar. Það er eins og geisli þess
búi yfir dulinni ásökun þótt það sé jafn
innihaldslaust og niðurfallið í sturtustæð-
inu. Að okkur sækir uggvænleg hugsun —
að við séum í slagtogi við morðingjann; við
horfum að minnsta kosti á stúlkuna með
líkum hætti og hann — sem hlut en ekki
manneskju.
Margir lifa langa ævi án þess að taka þátt
í henni á virkan hátt. Þeir láta sér nægja að
fylgjast með sljóum augum; þeir þyrpast á
slysstað af forvitni einni saman, fylgjast
með mannlegum hörmungum að mestu
ósnortnir. Þessir menn líta á umheim sinn
sem tæki eða markmið; því er líkast sem
þeir séu slegnir blindu — þeir horfa án þess
að sjá. Oft eru aðrar manneskjur ekki annað
en líkön í þeirra augum, viðföng þrár eða
viðbjóðs. Slíkt hefur augljósar afleiðingar.
Sé manneskja svipt mennsku sinni og gerð
að hlutveru glatar hún sjálfstæðu lífí sínu.
Augnaráð getur drepið, þegar allt kemur til
alls. Kvikmynd Hitchcocks lýsir slíku ferli
á einkar ágengan hátt. Við sjáum sjálf okkur
í auga stúlkunnar myrtu líkt og í dimmum
spegli; við verðum að annarlegum verum í
dýptarlausum heimi sem einungis er hægt
að tengjast með ofbeldi — reynsla morð-
ingjans verður að upplifun okkar ef ekki er
bmgðist við í tíma. Kannski játning Teds
Bundys komist næst sannleikanum: sá sem
drepur af handahófi drepur ekki manneskj-
ur með andlit og sögu heldur ópersónulegar
ímyndir. I samtalsbókinni Conversations
with a Killer (1989) segir Bundy meðal
annars:
Við erum að tala um ímyndir... og það er
hræðilegt að segja það. Vissulega erum við
að tala um ímyndir. Við erum að tala um
nafnlaust og upphafið fólk sem lifir og and-
ar... en persónur, uh, hann þekkti þærekki.
Þær voru aðeins, uh, uh, tákn.11
Þessi orð eru þmngin óhugnaði sé sam-
hengið haft í huga. Kannski er þó enginn
munur á þeim sem horfir gegnum gatið á
veggnum, og hinum sem stingur hnífnum í
holdið. í báðum tilvikum slær augað eign
sinni á mannvem. Að sjálfsögðu er fómar-
lambið manneskja með holdi og blóði, en í
augum morðingjans er það einungis tóm
táknmynd; „sjónreynslutrúin" er þróuð til
fullnustu: maður og hlutir, maður í hlutum,
mannhlutir. Þessi hlutgerving mannver-
unnar kemur einkar skýrt fram í myndum
eins og Coma (1978) þar sem fjallað er um
læknisvísindi nútímans. í þeim er leikið á
ótta okkar við uppskurði, banvæna sjúk-
dóma, t.d. krabbamein, líffæraflutninga,
blöndun lífsforma. Að sjálfsögðu em mörg
dæmi um aflimun líkamans í hrollvekjum
TMM 1991:1
33