Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Side 97
flutti hér á landi fyrir nokkrum árum, að
enginn sem þekkti Duras á þessum árum
kannist við að þetta ástarævintýri hafí átt
sér stað. I bókinni segir hún að það hafi
verið altalað meðal hvíta fólksins í Saigon
og að dætrum þess hafi verið bönnuð öll
samskipti við hana, en þegar við lítum nán-
ar á frásögnina af Kínverjanum kemur í Ijós
að það er annar blær yfír henni en öðrum í
bókinni. Það er eins og allt sem tengist
honum sé í einhvers konar móðu. Auk þess
er sagan sjálf meira í ætt við það sem á sér
stað í skáldsögum en raunveruleikanum:
ríkur maður er heltekinn af ást til fátækrar
stúlku en ytri aðstæður banna þeim að eig-
ast.
L’Amant er mjög snjöll bók. Ég held að
Duras hafi viljað segja frá því þegar hún var
að breytast í kynveru á unglingsárunum og
öllu því flókna, óræða, ósegjanlega sem þá
var að brjótast um í henni og á sveimi í
kringum hana: sambandið við móðurina,
bræðurna, vinkonur, fullorðna karlmenn
sem allt í einu voru famir að renna til hennar
girndaraugum. Það er ekki hægt að lýsa
þessu í samfelldri frásögn, það er of brota-
kennt, of sundurlaust, óhöndlanlegt, en
skáldsagan um kínverska elskhugann, sem
segir frá fyrstu kynlífsreynslunni og heyrir
draumórunum til en ekki raunveruleikan-
um, hefur þau áhrif að minningabrotin úr
raunveruleikanum öðlast allt í einu merk-
ingu. Hún lýsir þau upp eins og skip sem
siglir að næturlagi í gegnum höfn lýsir upp
báta sem liggja bundnir við bryggju, tunnur
og kassa sem staflað hefur verið upp á
hafnarbakkanum, húsin. Jafnvel getur
hugsast að bjarmi frá skipinu nái að draga
fram útlínur fjallsins sem gnæfír yfir þorp-
ið.
Það sem Marguerite Duras er að gera er
mjög merkilegt frá bókmenntasögulegu
sjónarmiði. Frá því Cervantes skrifaði sög-
una af Don Kíkóta hefur skáldsagan snúist
að miklu leyti um fólk sem er á valdi draum-
óra en rekur sig á raunveruleikann. Don
Kíkóti leggur til atlögu við risa en slæst í
raun við vindmyllur. Duras hefur snúið
þessu við. Hjá henni afhjúpar raunveru-
leikinn ekki órana, heldur gefa órarnir veru-
leikanum merkingu.
Nathalie Sarraute gerir nákvæmlega hið
sama þegar hún er að lýsa „undirsamræð-
unum“, til dæmis í skáldsögunni Les Fruits
d’or. Þar er hún að fást við ýmiss konar
hliðar á fyrirbærinu bókmenntasnobb.
Persónur í bókinni eiga að fara hitta rit-
höfund sem þær dá mjög. Sarraute lýsir því
sem á sér stað í hugum þeirra eins og um
kafla úr riddarasögu eða ævintýri væri að
ræða. Hetjurnar eru leiddar eftir stígum
stráðum hvítri möl, um fagra garða, inn í
töfrahöllina. Fyrir utan horfir fólkið með
aðdáunaraugum á þennan fámenna hóp
innvígðra sem verðskulda að hitta skáldið.
Loks eru þær leiddar inn í sal þar sem bíður
þeirra konungur andans, umkringdur hand-
ritum sínum: rithöfundurinn. Hjá Sarraute
afhjúpar veruleikinn ekki tálsýnina, heldur
lýsir draumsýnin upp raunveruleikann.
Alain Robbe-Grillet er að fást við áþekka
hluti í sjálfsævisögu sinni. Hann erfæddur
1922 og er sennilega einna þekktastur af
nýsöguhöfundunum og vafalítið sá róttæk-
asti í tilraunum sínum með skáldsöguform-
ið. Sögutími, sögusvið, sögupersónur, þess-
ar föstu stærðir í hefðbundnum skáldsögum
eru síbreytilegar í sögum Robbe-Grillets. I
veröld hans tekur ein tálmyndin við af ann-
arri og lesandinn veit aldrei hvar hann er
staddur, hvert hann er að fara, né hvar hann
stígur næst niður fæti.
TMM 1991:1
87