Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Síða 97

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Síða 97
flutti hér á landi fyrir nokkrum árum, að enginn sem þekkti Duras á þessum árum kannist við að þetta ástarævintýri hafí átt sér stað. I bókinni segir hún að það hafi verið altalað meðal hvíta fólksins í Saigon og að dætrum þess hafi verið bönnuð öll samskipti við hana, en þegar við lítum nán- ar á frásögnina af Kínverjanum kemur í Ijós að það er annar blær yfír henni en öðrum í bókinni. Það er eins og allt sem tengist honum sé í einhvers konar móðu. Auk þess er sagan sjálf meira í ætt við það sem á sér stað í skáldsögum en raunveruleikanum: ríkur maður er heltekinn af ást til fátækrar stúlku en ytri aðstæður banna þeim að eig- ast. L’Amant er mjög snjöll bók. Ég held að Duras hafi viljað segja frá því þegar hún var að breytast í kynveru á unglingsárunum og öllu því flókna, óræða, ósegjanlega sem þá var að brjótast um í henni og á sveimi í kringum hana: sambandið við móðurina, bræðurna, vinkonur, fullorðna karlmenn sem allt í einu voru famir að renna til hennar girndaraugum. Það er ekki hægt að lýsa þessu í samfelldri frásögn, það er of brota- kennt, of sundurlaust, óhöndlanlegt, en skáldsagan um kínverska elskhugann, sem segir frá fyrstu kynlífsreynslunni og heyrir draumórunum til en ekki raunveruleikan- um, hefur þau áhrif að minningabrotin úr raunveruleikanum öðlast allt í einu merk- ingu. Hún lýsir þau upp eins og skip sem siglir að næturlagi í gegnum höfn lýsir upp báta sem liggja bundnir við bryggju, tunnur og kassa sem staflað hefur verið upp á hafnarbakkanum, húsin. Jafnvel getur hugsast að bjarmi frá skipinu nái að draga fram útlínur fjallsins sem gnæfír yfir þorp- ið. Það sem Marguerite Duras er að gera er mjög merkilegt frá bókmenntasögulegu sjónarmiði. Frá því Cervantes skrifaði sög- una af Don Kíkóta hefur skáldsagan snúist að miklu leyti um fólk sem er á valdi draum- óra en rekur sig á raunveruleikann. Don Kíkóti leggur til atlögu við risa en slæst í raun við vindmyllur. Duras hefur snúið þessu við. Hjá henni afhjúpar raunveru- leikinn ekki órana, heldur gefa órarnir veru- leikanum merkingu. Nathalie Sarraute gerir nákvæmlega hið sama þegar hún er að lýsa „undirsamræð- unum“, til dæmis í skáldsögunni Les Fruits d’or. Þar er hún að fást við ýmiss konar hliðar á fyrirbærinu bókmenntasnobb. Persónur í bókinni eiga að fara hitta rit- höfund sem þær dá mjög. Sarraute lýsir því sem á sér stað í hugum þeirra eins og um kafla úr riddarasögu eða ævintýri væri að ræða. Hetjurnar eru leiddar eftir stígum stráðum hvítri möl, um fagra garða, inn í töfrahöllina. Fyrir utan horfir fólkið með aðdáunaraugum á þennan fámenna hóp innvígðra sem verðskulda að hitta skáldið. Loks eru þær leiddar inn í sal þar sem bíður þeirra konungur andans, umkringdur hand- ritum sínum: rithöfundurinn. Hjá Sarraute afhjúpar veruleikinn ekki tálsýnina, heldur lýsir draumsýnin upp raunveruleikann. Alain Robbe-Grillet er að fást við áþekka hluti í sjálfsævisögu sinni. Hann erfæddur 1922 og er sennilega einna þekktastur af nýsöguhöfundunum og vafalítið sá róttæk- asti í tilraunum sínum með skáldsöguform- ið. Sögutími, sögusvið, sögupersónur, þess- ar föstu stærðir í hefðbundnum skáldsögum eru síbreytilegar í sögum Robbe-Grillets. I veröld hans tekur ein tálmyndin við af ann- arri og lesandinn veit aldrei hvar hann er staddur, hvert hann er að fara, né hvar hann stígur næst niður fæti. TMM 1991:1 87
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.