Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Side 100

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Side 100
skáldsögur, þar sem hann grefur undan hefðbundinni byggingu þeirra. Annað sem kemur fram í fyrsta bindinu er að Robbe-Grillet er smám saman að gera sér grein fyrir því á sínum yngri árum, að hann er ekki eins og fólk er flest í kynferð- ismálum. Til að örva kynhvöt sína, verður hann að setja á svið í huganum senur þar sem hann er að kvelja ungar konur. Hann er með öðrum orðum haldinn kvalalosta. Þetta gæti verið önnur ástæða, segir Robbe-Grill- et, fyrir því að hann fór að skrifa skáld- sögur: til að takast á við þessa óra. Þeir sem hafa lesið bækur hans, einkum frá síðari árum, eða séð kvikmyndir hans hafa ekki komist hjá því að taka eftir þeirri kynferðis- legu ögrun sem einkennir þær svo mjög. Sadó-masókismi er að vissu leyti eitt helsta viðfangsefni sjálfsævisögunnar, a.m.k. þeirra binda sem þegar eru komin út. Hann lýsir tilurð þessara óra hjá sér og hvemig þeir tengjast sterku sambandi við móður hans. Hann segir frá því hvemig honum verður smám saman ljóst að hann verði á einhvem hátt að takast á við þessa óra, svo áleitnir séu þeir. Bókin er því eins konar málsvöm fyrir afbrigðilega kynóra. Reginmunur er að hans sögn á órum annars vegar og verknaði hins vegar. Svo lengi sem þeim sé ekki troðið upp á aðra, eiga kynóramir, hvort sem þeir eru „afbrigðilegir“ eða ekki, að fá að leika lausum hala. Það eru mikil mistök, telur Robbe-Grillet, að banna klámblöð, klámmyndir og annað slíkt því kynórar em nátengdir dýpstu hvötum okkar og séu þeir bældir er hætta á því að þeir komi fram þegar síst skyldi. Það á leyfa órunum að vera í friði. Þannig verða þeir hættulausir og þá má nota þá til að skapa úr þeim eitthvað. Annað bindi sjálfsævisögunnar er meðal annars eins konar lýsing á því hvemig slíkir órar geta orðið aflvaki bókmenntasköpunar. Þar lýsir hann ævintýrum föður síns í fyrri heims- styrjöldinni, en sú mynd sem dregin er upp af þeirri styrjöld er býsna fjarri þeirri mynd sem við könnumst best við og sem vafalaust er nær raunveruleikanum, þ.e. eymd og vol- æði í vonlausum skotgrafahemaði. Fyrri heimsstyrjöld Robbe-Grillets verður að eins konar riddarasögu frá Endurreisnaröld — eins og Orlando Furioso eftir Ariosto en nafnið Angélique er sótt í þá sögu — þar sem faðir hans „ferðast gegnum dimman kynjaskóg“ í fylgd lautinants síns, Hinriks frá Kórinþu, og rekst á léttklæddar sígauna- meyjar og þýska riddara, gengur í marga klukkutíma en færist ekki úr stað, hlutir hverfa og birtast aftur án þess að nokkur skýring sé gefin á því, o.s.frv. Og nú er komið að því sem er nýstárlegt við sjálfsævisögu Robbe-Grillet: Hann læt- ur sér ekki nægja að segja undan og ofan af æviferli sínum og álit sitt á hinu og þessu viðkomandi bókmenntum og listum. Sjálfs- ævisaga Robbe-Grillets er einnig saga dul- arfulls manns sem gengur undir nafninu Henri de Corinthe, eða Hinrik frá Kórinþu. Innan um endurminningar Robbe-Grillet og umfjallanir hans um skáldskap og listir má finna kafla, sem verða lengri eftir því sem líður á ævisöguna, um þennan mann, kafla sem á engan hátt er hægt að flokka með raunsæjum frásögnum, því Hinrik frá Kórinþu kemst í kast við uppvakninga, álf- konur og ýmiss konar fjölkynngi og tekur sér margt vafasamt fyrir hendur. Sögunni af Hinriki frá Kórinþu er greini- lega ætlað það hlutverk í sjálfsævisögunni að gera grein fyrir hugarheimi Robbe-Grill- ets. Hinrik er ímynduð persóna, og með því 90 TMM 1991:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.