Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Blaðsíða 100
skáldsögur, þar sem hann grefur undan
hefðbundinni byggingu þeirra.
Annað sem kemur fram í fyrsta bindinu
er að Robbe-Grillet er smám saman að gera
sér grein fyrir því á sínum yngri árum, að
hann er ekki eins og fólk er flest í kynferð-
ismálum. Til að örva kynhvöt sína, verður
hann að setja á svið í huganum senur þar
sem hann er að kvelja ungar konur. Hann er
með öðrum orðum haldinn kvalalosta. Þetta
gæti verið önnur ástæða, segir Robbe-Grill-
et, fyrir því að hann fór að skrifa skáld-
sögur: til að takast á við þessa óra. Þeir sem
hafa lesið bækur hans, einkum frá síðari
árum, eða séð kvikmyndir hans hafa ekki
komist hjá því að taka eftir þeirri kynferðis-
legu ögrun sem einkennir þær svo mjög.
Sadó-masókismi er að vissu leyti eitt
helsta viðfangsefni sjálfsævisögunnar,
a.m.k. þeirra binda sem þegar eru komin út.
Hann lýsir tilurð þessara óra hjá sér og
hvemig þeir tengjast sterku sambandi við
móður hans. Hann segir frá því hvemig
honum verður smám saman ljóst að hann
verði á einhvem hátt að takast á við þessa
óra, svo áleitnir séu þeir.
Bókin er því eins konar málsvöm fyrir
afbrigðilega kynóra. Reginmunur er að
hans sögn á órum annars vegar og verknaði
hins vegar. Svo lengi sem þeim sé ekki
troðið upp á aðra, eiga kynóramir, hvort
sem þeir eru „afbrigðilegir“ eða ekki, að fá
að leika lausum hala. Það eru mikil mistök,
telur Robbe-Grillet, að banna klámblöð,
klámmyndir og annað slíkt því kynórar em
nátengdir dýpstu hvötum okkar og séu þeir
bældir er hætta á því að þeir komi fram
þegar síst skyldi.
Það á leyfa órunum að vera í friði. Þannig
verða þeir hættulausir og þá má nota þá til
að skapa úr þeim eitthvað. Annað bindi
sjálfsævisögunnar er meðal annars eins
konar lýsing á því hvemig slíkir órar geta
orðið aflvaki bókmenntasköpunar. Þar lýsir
hann ævintýrum föður síns í fyrri heims-
styrjöldinni, en sú mynd sem dregin er upp
af þeirri styrjöld er býsna fjarri þeirri mynd
sem við könnumst best við og sem vafalaust
er nær raunveruleikanum, þ.e. eymd og vol-
æði í vonlausum skotgrafahemaði. Fyrri
heimsstyrjöld Robbe-Grillets verður að
eins konar riddarasögu frá Endurreisnaröld
— eins og Orlando Furioso eftir Ariosto en
nafnið Angélique er sótt í þá sögu — þar
sem faðir hans „ferðast gegnum dimman
kynjaskóg“ í fylgd lautinants síns, Hinriks
frá Kórinþu, og rekst á léttklæddar sígauna-
meyjar og þýska riddara, gengur í marga
klukkutíma en færist ekki úr stað, hlutir
hverfa og birtast aftur án þess að nokkur
skýring sé gefin á því, o.s.frv.
Og nú er komið að því sem er nýstárlegt
við sjálfsævisögu Robbe-Grillet: Hann læt-
ur sér ekki nægja að segja undan og ofan af
æviferli sínum og álit sitt á hinu og þessu
viðkomandi bókmenntum og listum. Sjálfs-
ævisaga Robbe-Grillets er einnig saga dul-
arfulls manns sem gengur undir nafninu
Henri de Corinthe, eða Hinrik frá Kórinþu.
Innan um endurminningar Robbe-Grillet
og umfjallanir hans um skáldskap og listir
má finna kafla, sem verða lengri eftir því
sem líður á ævisöguna, um þennan mann,
kafla sem á engan hátt er hægt að flokka
með raunsæjum frásögnum, því Hinrik frá
Kórinþu kemst í kast við uppvakninga, álf-
konur og ýmiss konar fjölkynngi og tekur
sér margt vafasamt fyrir hendur.
Sögunni af Hinriki frá Kórinþu er greini-
lega ætlað það hlutverk í sjálfsævisögunni
að gera grein fyrir hugarheimi Robbe-Grill-
ets. Hinrik er ímynduð persóna, og með því
90
TMM 1991:1