Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Page 117

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Page 117
um mánuði. í þessum ljóðum leitast höfundur við að lýsa áhrifum árstíðanna á mannlífið. Af smekkvísi og næmni endurskapar hann stemmningar veðráttu og náttúru. Sum þessara ljóða byggjast á stuttum svip- myndum eins og „Agústljóð“ og „September- ljóð“, önnur á samfelldum frásögnum eins og „Júníljóð" og Júlíljóð". Myndmálið er víða hrífandi: „Berjablá hvíslandi kyrrð / í rauðu lyngi“ (26) eða „Þeir vaxa runnamir og blanda varlega græna litinn en trén við garðskálann nota stærri pensla“ (22). Þriðji hluti bókarinnar nefnist „Von og óvon“. Upphafsljóðið, „Vatnsberinn sárþyrsti", er eitthvert dulmagnaðasta og áhrifamesta ljóð bókarinnar. Þar bregður höfundur upp, með stuttu millibili, svipmyndum af ólíkum aðstæðum sem hver um sig laðar vatnsberann sárþyrsta fram á sjónarsviðið. Hver er þessi sárþyrsti vatnsberi? Er hann sendiboði frá Olympsfjalli, kominn til okkar frá guðum skáldskaparins, þegar við eigum þess síst von, til að krefja skáldið í okkur um söng? Eða er hann líkömnun þess ósefandi sársauka sem innra með okkur býr og getur vaknað þegar minnst varir: „Og þá er hann skyndilega mættur / vatnsberinn sárþyrsti" (34). Fjórði hluti bókarinnar nefnist „Sveifla". I upphafsljóðinu „Café Hressó“ er á meistara- legan hátt ort um einmanakennd sem í marg- menni veitingastaðar vex með hverju glasi. Ljóðmælandi, sem að því er virðist er orðinn glaseygður nokkuð, sér gestina sem ljósaperur er „reika um garðinn og salina / Sumar ekki vel skrúfaðar oní hálsinn" (45). Og er þá ekki stóra tromman komin í gang þessi sem sumir kalla virðulegum nöfnum: stóra tromma dapurleikans stóra tromma einsemdarinnar. (45) Opna prósaljóðið „Sveifla" er mest áberandi í fjórða hluta. Það er örvæntingarfull einræða sem þó hefur írónískan undirtón, því stundum er eins og ljóðmælandi skopist að eigin angist. Hugdettur hans eru skemmtilegar þótt alvaran undir niðri leyni sér ekki: (...) ég er óttasleginn og óttinn bjargar engu. Það eru hundrað réttmætar röksemdir gegn ótt- anum, en engin bítur á hann. (49) Síðasti hluti bókarinnarbernafnið „Salt“. Hann hefur að geyma það sem kallað er á slæmri íslensku „prósaljóð" en Sigurður nefnir „ljóð í lausu máli“. Sigurður hefur áður ort slík ljóð og eru all nokkur í Ljóð námu menn (1988). Þau ljóð fannst mér reyndar það sísta í þeirri annars frábæru bók en sum prósaljóðin í „Salt“, t.d. „Veitingahúsið Van Gaalen", „Salt“ og „Morg- unstund“, eru aftur á móti með því besta sem Sigurður hefur látið frá sér fara. Meðal prósaljóðanna í „Salt“ er að ftnna pers- ónulegustu ljóð Sigurðar til þessa. Yrkisefni þeirra eru minningar hans ffá námsárunum í Frakklandi og má hæglega skilja þau sem nokk- urs konar uppgjör hans við eigið líf. í ljóðinu „Ávextir jarðarinnar“ lýsir höfundur þeim tilfinningum er vakna innra með honum er hann ftnnur aftur samnefnda ljóðabók eftir André Gide sem hann hefur ekki lesið lengi: Toulouse 25. október 1967 stendur skrifað á fyrstu síðu. Þar fyrir neðan: Sigurður Pálsson Reykjavík Islande. Tuttugu árum síðar fmn ég ryk í þessari litlu bók. Ryk. En von bráðar sprettur það aftur fram svalandi vatnið. Þrotlausar lindir, svalandi vatn og ávextir. (57) Við lesturinn rifjast upp í huga höfundar hvem- ig hann, daginn sem hann keypti bókina, varð á vegi sígauna er fóru með hann til spákonu og rændu þar peningunum hans meðan spákonan spáði honum auðæfum. Þann dag megnaði lestur Avaxta jarðarinnar að bæta honum upp peningamissinn með svo TMM 1991:1 107
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.