Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Page 39

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Page 39
að vanmeta möguleika barnsins til djúprar, tilfinningalegrar skynjunar. Eins og ég minntist á áðan einkennir það stóran hluta þess sjónræna áreitis sem böm- in verða fyrir að það er brotakennt og flökt- andi. í allri þessarri síbylju hefur bókin sérstöðu. Bókin er varanleg, hún breytist ekki. Til hennar getur bamið leitað aftur og aftur ef texti eða myndir uppfylla hjá því ein- hverja þörf — staðfesta vemleika þess eða gefa hugarfluginu byr undir vængi. Myndir í bamabókum hafa því sérstöðu í myndflóði nútímans og skipta ekki minna máli nú en þær gerðu þegar minna var um myndir í umhverfinu. Myndskreytingar em myndir og hlíta sömu lögmálum og allar aðrar myndir. En þær eru jafnframt myndir í tengslum við texta. Þetta samspil gerir sérstakar kröfur til þess sem myndskreytir. Með vinnu sinni getur hann auðgað textann, gætt hann meira lífí, vakið upp spumingar, opnað nýjar leið- ir. Á hinn bóginn geta myndskreytingar njörvað textann niður, sett honum skorður og dregið úr túlkunarmöguleikum. Nær- tækt dæmi eru myndskreytingar ævintýra. Ævintýrið hefur þá náttúru að það er ekki fjötrað í viðjar rúms og tíma, það gerist alltaf og aldrei, hér og í landinu fyrir austan sól og sunnan mána. Einmitt þess vegna fylgjum við hetjum ævintýrsins hiklaust út í heiminn með nesti og nýja skó, þess vegna eru sigrar þeirra jafnframt okkar sigrar. Nú eru ævintýri oftast gefín út í skrautlegri útgáfu með fjölda litmynda. Æði oft hafa þeir sem myndskreyta valið þann kost að festa söguna í ákveðinn ramma sögulegs tímabils og láta t.d. Öskubusku vera uppi í Frakklandi á tímum Lúðvíks fjórtánda. Um leið og þetta er gert rýma möguleikar text- ans, þetta tímaleysi sem einmitt stuðlar að því að tengja ævintýrið við veruleika barns- ins er ekki lengur alls ráðandi. „Einu sinni fyrir langa löngu . . og „einu sinni voru kóngur og drottning í ríki sínu ..." — þetta er ekki lengur rétt. Möguleikar til túlkunar eru óþrjótandi í myndum jafnt og í máli. Auðvitað er hægt að túlka tímaleysi í mynd. Hitt er bara svo miklu auðveldara, að ganga í sjóð tilbúinna hugmynda og gera fyrirhafnar- og umhugs- unarlítið sams konar mynd og búið er að gera ótal sinnum áður. Því miður einkennist mikill hluti þess efnis sem framleitt er fyrir börn einmitt af klisjum, tuggum. Til þess liggja að ég held einkum tvær ástæður. í fyrsta lagi er bama- efni að stærstum hluta fjölþjóðleg iðnaðar- framleiðsla og lýtur þar af leiðandi markaðslögmálum. Þar með verður að úti- loka allt efni sem er ekki nógu alþjóðlegt, er bundið ákveðnu menningarsvæði. I öðru lagi einkennist afstaða fullorðinna — og við skulum ekki gleyma því að það eru fullorðnir sem taka allar ákvarðanir í sam- bandi við barnaefni — mjög af vanmati á bömum, bæði hvað varðar vitsmunalegan og tilfínningalegan þroska. Þetta tvennt er auðvitað samvirkandi, þannig að í fram- leiðslu á bamaefni er oft gengið út frá því að bömin skilji ekki — eða foreldramir kaupi ekki — nema það sem er ofureinfald- að og yfírborðskennt, það sé söluvara. Þetta gildir auðvitað fyrst og fremst um fjölþjóð- lega framleiðslu, en hún er fyrirferðarmikil í daglegu lífí og smitar jafnvel frá sér yfír í þá framleiðslu sem hefur meiri metnað og vill byggja á listrænum forsendum. Einföldun og úrval er alltaf hluti af list- TMM 1992:1 29
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.