Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Síða 60
skálda og heimspekinga. Hvað vakir fyrir
skáldinu? Það vill sýna okkur hlutina í nýju
ljósi, tjá tilfinningu eða reynslu sem ekki
hefur fengið að koma fram í sviðsljósið. Við
gerum yfirleitt ekki þá kröfu til skálda að
þau séu sjálfum sér samkvæm eða hafí ein-
hverja heilsteypta lífssýn sem þau miðli í
verkum sínum. Skáldið þarf ekki á skoðun-
um og rökum að halda til að yrkja. En við
krefjumst þessa af heimspekingum og öll-
um þeim sem vinna að því að setja fram
skoðanir og hugmyndir og miðla þeim í
verkum sínum, að þeir sýni samkvæmni og
heilindi í lífsskilningi sínum og viðhorfum.
Þessi skýri, röklegi greinarmunur á skáldi
og heimspekingi er ekki í raunveruleikan-
um eins ljós og afdráttarlaus. Sami maður-
inn getur verið bæði skáld og heimspek-
ingur og það getur því orðið árekstur í sama
manninum á milli skáldsins og heimspek-
ingsins, hvor fái að ráða. Platon er senni-
lega eitt merkasta dæmið um þetta, þó að
þar hafi heimspekingurinn reyndar haft yf-
irhöndina, að því er virðist, að minnsta kosti
í Ríkinu. Kannski er það samt skáldið
Platon sem hefur átt mestan þátt í því að
festa ímynd heimspekingsins í vestrænni
menningu. Sókrates verður í verkum
Platons lifandi ímynd heimspekingsins, og
það þurfti mikið skáld, en ekki bara heim-
speking til þess að gera hann að þessari
ímynd.
Flestir rithöfundar eru einhvers konar
skáld og einhvers konar heimspekingar.
Sumir eru góð skáld, en vondir heimspek-
ingar, aðrir kunna að vera þokkalegir heim-
spekingar, en ekki mjög góð skáld. Mér
finnst að Dostojevski hafi verið stórmerki-
legt skáld, en mér finnst ekki mjög mikið til
um heimspeki hans. Ég tel að heimspeki
hans hafi verið þversagnakennd og oft laus-
lega grunduð og standist ekki stranga gagn-
rýni. Sama gildir um lífsafstöðu og skoð-
anir fjölda annarra rithöfunda sem hafa
jafnvel ekki skilið að til þeirra eru gerðar—
og að þeim ber sjálfum að gera til sín —
kröfur um samkvæmni og heilindi í skoð-
unum. Það þarf að spyrja um þann lífsskiln-
ing sem miðlað er í verkum rithöfunda, því
að það er hann, ekki síður en skáldskapur-
inn sem ber uppi verk hans.
Þegar skáldin fara að hugsa og vilja koma
hugsun eða lífsskoðun til skila, þá hljótum
við að krefjast samkvæmni af þeim, og það
eru mörg stórskáld sem standast einfaldlega
ekki þá kröfu. Þessvegna getum við ekki
kallað þau góða heimspekinga, þótt þau
kunni að hafa orðið heimspekingum inn-
blástur.
Mörg skáld miðla samt líka lífsskoðun
sinni í verkum sínum og þá kemur náttúru-
leg heimspeki þeirra í ljós. Ég vil nefna
Stephan G. Stephansson sem dæmi um
skáld sem jafnframt er góður náttúrulegur
heimspekingur. Kvæði hans eru góð til
lestrar, ekki bara vegna þess að þau séu
góður kveðskapur, heldur vegna þess að
þau miðla heilsteyptri, rökstuddri lífsskoð-
un. Einar Benediktsson var, að mínu áliti,
síðri að þessu leyti, þótt hann hafí líka reynt
að miðla lífsskoðun í mögnuðum skálds-
skap sínum. Sama gildir um Stein Steinarr,
sem er greinilega andlega skyldur Einari.
En skáldskap skortir samt þá röklegu gagn-
rýni sem er einkennandi fyrir raunverulega
heimspeki. Hún kemst aldrei nægilega vel
til skila. Skáldskapur getur verið frasa-
kenndur. Það er til dæmis lýsandi, að í til-
vitnanasöfnum eru sjaldan fleyg orð heim-
50
TMM 1992:1