Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Side 61
spekinga. Þar eru tilvitnanir í skáldverk.
Þetta stafar af því að heimspekingar tala
ekki í frösum.
Þegar ekki er hirt um samkvæmni og rök,
er líka hætt við að ekki sé skeytt um sann-
leikann og það er þetta sem getur orðið
uggvænlegt. Platon sá á sínum tíma að
skáldin létu skoðanir og rök lönd og leið og
skeyttu ekki um sannleikann. Þessvegna
varaði hann við þeim og taldi þau geta haft
óheppileg áhrif á fólk. Við eigum að mörgu
leyti við sama vanda að etja nú á dögum.
Margir virðast ekki skilja mikilvægi skoð-
ana og röksemda og skeyta ekki um sann-
Ieikann. Þetta þarf ekki að vera skáldum að
kenna, en ég er hræddur um að verk margra
skálda og rithöfunda eigi þátt í þessu. Kann-
ski skiptir mestu að fólk átti sig á því hvers
virði sannleikur er.
Hvað áttu nákvœmlega við þegar þú segir
að ekki sé skeytt um sannleikann ? Það eru
til mismunandi skilgreiningar á sannleik-
anum og þœr eiga ekki allar jafn vel við
skáldin.
Ef við viljum reyna að átta okkur á sann-
leikanum sjálfum, þarf að hafa í huga að
hann kemur fram í lífi okkar á ólíka vegu.
I fyrsta lagi er sannleikurinn fyrir okkur það
sem er. Hið sanna er það sem er í raun og
veru. Þetta er frumspekileg eða verufræði-
leg afstaða til sannleikans. I öðru lagi er
sannleikurinn viss eiginleiki á dómum okk-
ar, fullyrðingum eða skoðunum. Staðhæf-
ingar okkar um hlutina og heiminn og
raunar hvað sem er geta verið sannar eða
ósannar. Þetta er þekkingarfræðileg afstaða
til sannleikans, ef ég má orða það svo. í
þriðja lagi er sannleikurinn krafa sem við
gerum hvert til annars og til sjálfra okkar
um að segja satt og vera sönn í samskiptum
okkar og lífi. Ég held að þetta þriðja sem ég
nefndi — sannleikurinn sem krafa—sé það
sem mestu skipti og liggi hinum tveimur til
grundvallar. Að eitthvað sé satt og að hægt
sé að segja það gerir ráð fyrir hugsandi
verum sem skilja að þær hugsa til að bera
sannleikanum vitni. Hugsun sem ekki
skeytir um sannleikann fyllist af myrkri,
hún hættir að hugsa. Mér finnst að án sann-
leika væri engin mennsk hugsun til. Ég veit
ekki hvort ég get fært sannfærandi rök fyrir
þessari tilfmningu sem mér fínnst vera
sönn, það er að segja fyllilega áreiðanleg.
Sannleikurinn er siðferðilegt hugtak, ná-
tengt hugtökum á borð við heilindi, sann-
girni, traust, áreiðanleika, heiðarleika,
kærleika o.s.frv. Ég held að hann sé jafnvel
dýpsta hugtak mannlegrar hugsunar, upp-
runalegasta hugtakið. Það er í mesta lagi að
við getum talið veruleikahugtakið álíka
upprunalegt en ég held að á endanum hljóti
það líka að byggja á sannleikanum.
Hugsaðu þér til dæmis hvað börn eru fljót
að byrja að velta fyrir sér blekkingu og
sannleika, muninum á þessu tvennu. Og
hvað er það sem við hugsum um þegar við
horfum í augun fólks? I augnaráðinu sést
hvað er satt, í því sjá menn hver er hver.
Foreldrar leita alltaf að augnaráði barnsins.
Að það horfi í augun og fari að brosa.
Frumspekileg og þekkingarfræðileg skil-
greining sannleikans — þær koma saman í
þeirri siðferðilegu. Við deilum viðmiðun-
um. Um það er siðferðilegt samkomulag.
Það hefur hinsvegar lengst af verið hefð-
bundið í heimspeki að líta svo á að frum-
speki og þekkingarfræði hljóti að koma á
undan siðfræði, öll siðfræði velti á þessum
TMM 1992:1
51