Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Qupperneq 86

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Qupperneq 86
fellu í þeirra persónulegu bókmenntasögu, sem er gott og gilt, þá er ég ekki mjög trúaður á þá kenningu að Pétur Gunnarsson hafi lesið um Jón Odd og Jón Bjama árið 1974 og fengið hugmyndina að Punktinum sem sló í gegn árið 1976, tveimur árum síðar. Það dæmi gengur bara ekki upp. Hinir aðgreinandi þættir „strákar" og „fyndið“ nægja ekki til að skapa bókmenntaverk á borð við Andrabálkinn. Þó að við getum víða hlegið við lestur Andrabókanna þá hafa þær allt aðra og alvarlegri heildarhugs- un á bakvið sig en sögur Guðrúnar Helga- dóttur (sjá um það grein mína: ,,„Ég að öllum háska hlæ“ — eða hvað? Um hug- myndir í bók Péturs Gunnarssonar Sagan öUli í Teningi 2 (1986), bls. 38-47). Og þessir þættir nægja heldur ekki til að gera grein fyrir heildarhugsun hinna verkanna. Þetta er alltof einföld bókmenntasöguskoð- un til að vera brúkleg því eins og Astráður bendir sjálfur á þá skortir ekki fyrirmyndir að æskusögum í heimsbókmenntunum. Og Guðrún Helgadóttir fann ekki upp húmor- inn þó að hún sé vissulega fyndin í bókum sínum. I framhaldi af þessari umræðu langar mig til að vekja athygli á öðrum strákabókum sem ætti fyrir löngu að vera búið að gefa út í stórbók og ég held að gætu verið djúprætt- ir áhrifavaldar í þessu dæmi; bókum sem lýsa strákaveröld í reykvískum borgar- hverfum sem urðu að goðsögulegum stöð- um á himinhvelfingunni í æsku minni, bókum sem leyna ekki andúð stráka á stelp- um og öllu sem þeim tengist, bókum sem tala kinnroðalaust um undirbúning stráka fyrir karlhlutverk samfélagsins þar sem ekki er grátið og hangið yfir pottum, upp- vaski eða barnauppeldi, bókum sem maður lifði sig inní löngu áður en maður varð nógu stór til að fara sjálfur niður á bryggju að dorga eftir kola og marhnút og æsa til hverfabardaga eins og maður las um í vest- urbænum, austurbænum og skuggahverf- inu í bókum Hendriks Ottóssonar um Gvend Jóns og okkur hina. Þessar bækur komu út á árunum 1949-64 og eru miklu frumlegri fyrirmynd háðskra og nokkuð karlrembulegra pollasagna úr reykvískum borgarhverfum, ef menn óska eftir slíkri fyrirmynd á annað borð, en bækur Guðrún- ar Helgadóttur. Hér að framan var gefinn kostur á því sjónarmiði að einhver sameiginleg reynsla gæti sameinað fólk í bókmenntasmekk. Fólk með ólíkan bakgrunn getur haft ólíkan smekk og ætlast þó til að ströngustu, list- rænu kröfum sé fullnægt. Að vísu er hér reynt að halda fram frekar einföldum og altækum smekk en reynsla okkar sýnir áð fólk á erfitt með að koma sér saman um hvar eigi að draga mörk þessa einfaldleika. Það verður því augljóslega að taka mið af mismunandi sjónarmiðum þegar kemur að mati á bókmenntasögu. Þó að mér finnist til dæmis Hringsól Álfrúnar Gunnlaugsdóttur hafa verið ofmetið á þeim forsendum að það sé gott í sjálfu sér að flækja formið og gera tilraun til að hræra öllum söguþræði saman, þá er greinilega Qöldi fólks sem hefur hrifist með og hringsólar sér til ánægju um bókina. Og Hringsól hefur haft mikil áhrif á byggingu og anda annarra skáldverka. En ég held að verk Álfrúnar hafi miklu fremur heppnast þrátt fyrir þess- ar flækjutilraunir, vegna þess að henni tekst að sveigja þær undir heildarhugsun bókar- innar og nýta sér þær til framdráttar fremur en að flækjan sé markmið í sjálfu sér—eins og kannski bar nokkuð á í bók hennar Þel. Það sem skiptir þó mestu máli um end- 76 TMM 1992:1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.