Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Page 104

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Page 104
„Þú þekktir hana aldrei“ segir Marta ásakandi við Nínu, aftur og aftur. Og saga móðurinnar sem er að deyja verður áleitnust allra sagnanna næturnar þrjár sem dóttir hennar vakir. Því dýpra sem Nína kafar ofan í sögu móðurinnar, þeim mun nær kemst hún skilningi á því hvers vegna hún og Marta systir hennar eru eins og þær eru. Ekki svo að skilja að Nína óski með- vitað eftir slíku uppgjöri eða sjálfsskilningi, þvert á móti. Hún berst gegn því af offorsi. Tíminn Nína segir við sjálfa sig að hún sé bara að drepa tímann með því að rifja upp þessar gömlu sögur. Og eins og Kristín Birgisdóttir hefur bent á (Skímir, vor 1991) er það einmitt það sem Nína gerir: hún „drepur tímann". Sögur formæðranna eru ekki „veruleikinn eins og hann var“, þær hafa farið í gegnum tvenns konar hreinsunareld, fyrst hjá Maríu, síðan hjá Nínu. Móðirin gagnrý'nir sögur Maríu og segir að þær breyti lífi „okkar“ í „danskan róman“, og skammar hana fyrir að fóðra Nínu litlu á þessum sögum: „Vil ekki að þú blindir hana með rómantískum þvættingi“ (59). Móð- irin trúir ekki á orð heldur gjörðir: „Sagði: Við ráðum víst litlu um það sem gerist, en hinu ráðum við hvemig við bregðumst við“ (142). Móðirin veit hvernig á að bregðast við veru- leikanum, hún hefur eindregin og einræð við- mið; eitt er rétt, annað er rangt. María er ekki viss um hvað veruleikinn sé, hún hallar sér að hinu tvíræða, að sögunum, því sem hefði getað verið. Það hefur Nína líka gert. Hún hefur búið sér til heim sem hentar henni. Næturnar sem hún vakir yfir móður sinni hrynur sá heimur með þögulli hjálp hennar og formæðranna. Nínu er í mun að komast á bak við ritskoðun Maríu, endurgera einhvers konar veruleika, sækja einhvers konar þekkingu til formæðr- anna. Hún lýsir þeim í þeirra eigin umhverfi, á Ströndum. Hún skilur þar með á milli sín og þeirra, Homstrandir em þeirra heimur, hættu- legur og mikilúðlegur og hún hatar og óttast hann. En hið síðastnefnda gera formæðumar líka. Og Nína getur aðeins lýst því af því að hún hefur verið þar, af því að þessi náttúra er hluti af bemsku hennar, hluti af henni sjálfri — þrátt fyrir allt. Samt getur hún ekki endurgert hugsun þeirra, skilur ekki upplýsingarnar sem hún hef- ur. Nína játar vanmátt sinn: Ég horíi á konuna í búrinu, á manninn á fannbreiðunni, og skyndilega veit ég að ég mun aldrei skilja líf þeirra, mun aldrei skilja það sem var á milli þeirra tveggja. Það sem gerði kleift að taka fyrrum bamsmóður hans inn á heimilið eftir það sem hafði gerst án þess að það breytti nei nu — ef það var þá satt. Veit hvað Þórdís, móðir mín, konan í þessu rúmi, átti við þegar hún talaði svo reiðilega um danska rómana eitt kvöld fyrir löngu. Skil að saga er í eðli sínu fölsk, gat ekki verið annað; gat ekki lýst dögunum, mánuðunum, árunum, ekki lýst veruleikanum, aðeins speglað einhvem þátt, atvik, brot af því sem ekki verður sagt. (94) Það er þannig aðeins eitt tímasvið í bókinni, þ.e. tímasvið sögumannsins, Nínu. Sögur formæðr- anna eru tilbúningur hennar, túlkun hennar á veruleika sem er ónálganlegur og það er undir- strikað í bókinni með því að láta hana sjálfa koma fram á fortíðarsviðinu í sögu Katrínar (66-71). Tíminn er þar „drepinn“ svo um mun- ar. Katrín Sunneva — Nína Nína velur úr fortíðarsögunum, meðvitað eða ómeðvitað, það sem kemur henni mest við á líðandi stund. Hvað truflar hana mest þar sem hún situr við dánarbeð móðurinnar? Nínu hefur gengið allt í haginn. Hún á eigið fyrirtæki, hefur dýran smekk og efni á að lifa flott og ferðast. Hún á dóttur sem sér um sig sjálfa. Hún á elskhuga sem hún kallar á, notar og hendir svo út. Hún hefur áður reynt ástina og farið illa út úr henni. Hún hefur reynt fyrir sér sem rithöfundur og farið illa út úr því. Hún ætlar ekki að fara illa út úr neinu framar, sú tilvera 94 TMM 1992:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.