Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Page 117

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Page 117
og síðan eins og til gamans líkir sögumaður „Sálarljóss" sér við japanska hækusmiðinn Basho þegar hann gengur „með poka á baki snoðklipptur upp að tijáræktinni" (bls. 29). Þó Gyrðir yrki ekki hækur hefur hann engu að síður skyggnst um í vistarverum austrænnar ljóðlistar og sótt þangað þennan látlausa tón sem virðist líkt og sniðinn fyrir fágun hans og myndvísi. í fylgd með framliðnum Því var aldrei svarað áðan hvemig megi skilja tengsl brotanna í „Sögu fyrir munnhörpu" og samband þeirra við þá undiröldu sem leikur á milli efnisgreinanna. En sé litið aftur á söguna virðist nærtækast að staldra við mynd stúlkunn- ar með flugustöngina og athuga hvort ekki megi rekja einhverja þræði út frá henni. Flugustöng- ina má þannig finna aftur í sögunni „Tjamar- botnar“ (36-41) þar sem hún fær á sig fremur ógnvekjandi yfirbragð. Dularfullur veiðimaður sveiflar henni um sig og sögumaðurinn og kon- an hans hafa áhyggjur af því að flugan lendi í andlitinu á drengnum þeirra. Þessi veiðisaga er líklega óhugnanlegasta saga Heykvíslarinnar þótt hún lýsi jafnframt sterkum tengslum milli fjölskyldumeðlima (en slíka hlýju og traust milli fólks, einkum á milli bama og fullorðinna er víða að finna í bókunum). Silungamir sem verið er að veiða em „dökkir á kviðinn og hafa fálmara sem sjást ekki fyrr en þeir eru dregnir urrandi á land“ (36) og meðan á þessum nætur- veiðiskap stendur „heyrast voldugir vængir kljúfa myrkur" (37) ofar höfðum þeirra. Veiði- félagamir em einnig ffemur skuggalegir svo ekki sé meira sagt og maður rennir gmn í að hér sé ekki allt með felldu, þetta fólk sé varla þessa heims. Þegar sögumaðurinn segir: „Við full- orðna fólkið í þessum bæ þurfum eiginlega ekkert að sofa, bara bömin" (40), verður ljóst að svefnleysið eiga þau sameiginlegt með „fyrsta meðaladraug á íslandi" úr sögunni á undan, „„Gott er myrkrið rauða““ (31-35), en hann spilar gjarnan tregalög á munnhörpu „meðan myrkrið dunar rautt í æðum“ (35). Þessi munnharpa draugsins sem blúsar svona einn um nætur virðist tengjast titli fyrrnefndrar „Sögu fyrir munnhörpu" og það rennur upp fyrir inanni að í sessu hjólastólsins sem sögumaður- inn sá í garðinum var vatn, svo hann hlaut að hafa staðið lengi úti og að gamli maðurinn á bekknum hafði sagt honum að konan í þessu húsi væri nýdáin þó hún að vísu „hefði ekki verið fótluð“ (72). Þannig þrengir dána konan sér inn í forgmnn sögunnar og virðist á einhvem hátt tengjast stúlkunni með veiðistöngina. Sag- an hringar sig utan um þennan dauða og það er fremur sem hann voki yfír öllu, hann bíði í hverju skoti, en að hann trani sér fram. Þessu er líkt farið í flestum sögunum. Ýmist fjalla þær um drauga, fólk sem er nýdáið eða er að fara að deyja. Draugurinn í „„Gott er myrkrið rauða““ hefur aðsetur hjá feðginum sem nýlega hafa misst móður sína og eiginkonu, gamla konan í sögunni „Fuglar og fiskar" (5-7) er nýdáin og það er verið að aka kistunni til gamallar sveita- kirkju. Þessi dauðahugsun er ágeng án þess að vera hávaðasöm og líkt og í mörgum textum Gyrðis birtist hún sem háski eða kvíði sem oft er ofinn saman við fyrirbæri sem allajafna sýn- ast meinlaus. Það er jafnvel hryssingsleg kímni í þessum lýsingum eins og í sögunni „Einveru- húsið“ þar sem sögumaðurinn virðist búa sig undir dauða sinn, hefúr skrúfað frá baðkranan- um og lætur vatnið flæða um ganga og gólf en er smeykur um að það leiði rafmagn. Hann sofnar en vaknar upp við að draugur kemur til hans með vönd af brönugrösum sem hann segir að séu frá konunni hans. Þegar hann ætlar að standa upp úr rúminu; „þá hríslast um mig svo sterkur rafstraumur að brönugrösin sölna í hendi mér“ (51). Það er engin tilfinningasemi í slíkum lýsingum hjá Gyrði en ísmeygileg kímnigáfa sem sækir styrk sinn í ógnina og hlær að hverjum háska án þess þó að kæfa hann í rokunum. En það er ekki aðeins dauðinn sjálfur sem er fyrirferðarmikill í þessum sögum heldur einnig tengsl raunheimsins við það horfna og dána. I nýjustu skáldsögu Gyrðis, Svefnhjólinu (1990), TMM 1992:1 107
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.