Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Síða 118

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Síða 118
mynduðu þessi tengsl að vissu leyti þungamiðju verksins. Vafinn á stöðu aðalsöguhetjunnar, hvort hún væri lífs eða liðin, vakti upp ótal spumingar um eðli þessa draugaheims, hvort persónurnar væru draugar í heimi lifenda eða hvort þær mynduðu einskonar hliðarheim og hvert væri þá gildi þess heirhs. En það sýndi sig við vandlegan lestur Svefnhjólsins að það vakir ekki fyrir höfundinum að setja á stofn litla hryllingsbúð til að hvekkja taugaveiklaða les- endur heldur em draugarnir leikendur á sviði þess liðna. Sá hulduheimur sem þarnabirtist og er einnig til staðar í nýju bókunum tveimur, var tilraun til að nálgast fortíðina, endurskapa hið liðna, ekki sem lifandi veruleika heldur í því ástandi sem það er hugsað í, sem liðið, sem draugaveröld. Eg held að Gyrðir hafi með þess- um hætti reynt á sínum eigin forsendum að koma til skila þeim þjóðsagnaarfi og sagna- heimi sem hann vinnur með en um leið að gaumgæfa samband nútíðarinnar við söguna. Mynd fortíðarinnar er mynd vemleika sem að- eins lifír áfram sem draugaheimur, í formi minninga, svipa, bóka og sagna og verður sem slíkur ætíð undirstaða höfundarstarfsins á einn eða annan hátt. Sambýli drauga og lifandi fólks líkt og í sögunni „„Gott er myrkrið rauða““ þarf því ekki að vera ógnvekjandi á neinn hátt heldur sjálfsagt og eðlilegt og sömuleiðis eru nornirnar í „Ljóði fyrir kvöldsvæf börn“ (bls. 62) hinar vinalegustu. En útúr þessum fortíðarheimi og hans huglægu tilvist getur einnig vaxið stærsta ógnin og skiptir þá ekki máli þó að sól skíni í hinum ytri heimi líkt og má sjá í sögunni „Ferð inn í dagdraum“ (bls. 24-28). Þar ríður lítil stúlka út á „tiltakanlega smávöxnum" hesti einn fagran sumardag og hefur með sér bók sem hún les meðan hann fer fetið og í höfði hennar „fara að bæra á sér einstæðar hugmyndir" sem virðast tengjast því að hún les fyrir ömmu sína í Bláskjá og þeim orðum ömmunnar að við séum svo „fádæma gæfusöm að hafa ekki skógana hérna“ (27). Hesturinn verður síðan að stökkva yfir skurði þar sem „Gruggugt vatn seytlar ... og á botninum er slý og magnaður gróður vaxinn úr draumum og myrkri þarna í sólinni" (28) og lesandinn er minntur á að dimmar hugsanir spretta einnig af bókum. Sagnaheimur bemsk- unnar er líkt og fortíðin og draugaveröldin upp- spretta ímyndunarafls sem getur í senn verið fijótt og sársaukafullt eða er ef til vill frjótt af því að það er sársaukafullt. Draugamir em nefnilega þegar allt kemur til alls fulltrúar þeirr- ar veraldar sem var, þeir vafra um yfirgefin hús og auð stræti. En tengslin milli þessara heima geta einnig birst á þann hátt að raunheimurinn tekur ham- skiptum og fær þannig hlutdeild í hulduheimin- um. Maðurinn sem lætur græða á sig hrein- dýrshomin í sögunni „Hom“ (45-47) virðist á þann hátt verða nákomnari hrútnum sínum og drekkur með honum á stundum þó skepnan sé ill með víni. Þannig virðast einnig framliðnir skilja dýramál líkt og í „Fuglar og fiskar“ þar sem sál konunnar flýgur með dúfunum og ræðir við þær en orð hestsins í „Ferð inn í dagdraum" eru óskiljanleg mönnum. Þessar umbreytingar eru mjög áberandi í ljóðunum en birtast þar jafnframt sem ferð hugarflugsins eða minning- arinnar sem geysist burt frá stund og stað. I ljóðinu „Samvitund" (bls. 35), sem ort er út frá tréskurðarmynd Elíasar B. Halldórssonar, föður skáldsins (grafíkmyndir Elíasar skreyta útgáfurnar fagurlega og virðast sprottnar af þeim hugarheimi sem textar Gyrðis byggja á), fléttast þetta saman; samspil hulduheims og raunheims og ferð hugans. Þó drýsillinn sé ekki fagur og jötunuxar verði að teljast með óvið- kunnanlegri skordýrum verður dans þeirra að tákni um þá samkennd sem er með furðuverun- um og ljóðmælandanum. í henni birtist líf- mögnun heimsins þar sem hver þúfa er kvik og steinamir opnast þegar á þá er bankað. En á meðan þeir dansa er „Stúlkan sem heldur á stóru / stóm pöddunni í fanginu . . . að hugsa um tré / sem hún sá vaxa / hægt og hægt / hjá gömlu / gömlu fjósi“. Það er ekki nóg með að hún sé stödd meðal furðuvera heldur er hugur hennar annarstaðar, á öðru sviði, líkt og aðstæður henn- ar minni hana á ákveðinn stað eða hlut sem þó 108 TMM 1992:1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.