Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Síða 121

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Síða 121
Egill gáði í spegil. Músum brynnir, másar: — Mamma, pabbi, amma ... ! Anginn féll í öngvit, enda var hann kenndur. Óðfluga er afskaplega skemmtileg bók, en það er erfitt að gera grein fyrir því hvað gerir hana svona fyndna. Skemmtilegt efni erkannski ekki til eitt og sér. Fyndnir orðaleikir eru leiðigjamir ef þeir eru ekki um neitt. En hér fer þetta saman: Góðar sögur eða sniðugar aðstæður, hugvitsam- leg meðhöndlun og barnslegur sjónarhóll. Hvert kvæði fær sína opnu og myndskreytingu í fullum litum eftir Sigrúnu Eldjám. Fyrsta kvæði bókarinnar er gott dæmi um aðferðir skálds og myndlistarmanns. Það heitir „Maður og mús“ og fjallar um fræðimennsku, skoplega en ótvírætt eins og börn gera. Tveir fræðimenn eru sýndir að starfi, karlmaður sem er músasérfræðingur og mús sem er mannfræð- ingur. Orðalag er einfalt og teiknar skýrt upp aðstæður: „Það er gata, það er hús, / það er maður inni. / Það er veggur, það er mús / þar í holu sinni.“ Rímið gerir næstu vísu fyndna. Maron Briem er látinn ríma á móti Huldu Sím og músasérfræðingur á móti mannfræðingur. Myndin bætir við umhverfi, teikningum af mannspörtum inni hjá músinni, mynd af mús í yfirstærð hjá manninum og bókum í bókaskáp hans með titlum eins og „Mýs og menn“, „Mús- limir“ og „Músikk'*. í þriðju vísunni er það andstæðan út og inn sem leikið er á: ÚT að skoða merkan mann, músin stefnir þangað. INN í músarholu hann hefur alltaf langað. Hver getur ekki tekið undir það. Hversdagsleikinn er ekki hversdagslegur í þessari bók. Hann er það ekki í ungum augum. Bent er á að fötin komast ekkert án okkar, frakkinn er „fótalaus með engan haus“ en neyð- ist til að elta okkur hvert sem við kjósum svo- lítið eins og bam fullorðinn. Ungur maður upplifir lífshamingjuna meðan hann pissar í gras: hann sér skyldleikann með lauftnu sem gægist úr bruminu og tippinu sem gægist út úr buxnaklaufinni, blómin tala við hann og hann heyrir ánamaðkinn hlæja. En ormur er einnig í þessari paradís: „Óð fluga nálgast óðfluga, / ætli það sé góð fluga?" Það er einmitt flugan sem flýgur svo óð um allar bókarsíður. Bílar sjást í nýju ljósi þegar okkur er bent á að þeir eru „sófasett á hjólum / með sófa og tveimur stólum / og með þeim mælaborð.“ Og kýrin Klara gerir merkar athuganir á gráti mannsbama og fiska. Margoft notarÞórarinn tækifærið til að kynna lesendum nýja hlið á tungumálinu, nota fátíð orð eins og þegar Sögull segir reiður við Þögul: „Þitt sálarlíf er hrumt.“ Leika sér að samsetn- ingum, eins og í „tanngómatangó“. Búa til ný orð (og fyrirbæri), eins og „orðasuguhólk“. Setja gömul orð og orðatiltæki í nýtt samhengi. Ferðalag á bíl getur endað „úti í mýri, / ekki síst ef það er köttur undir stýri.“ I kvæðinu „Rú og tjá“ lifna orðin hreinlega við: Fyrst komu belgurinn og biðan, þá byijaði skriðan: Rúið rauk í stúið, sem roð í hundskjaft snúið og svo ffamvegis! Og í „Amma sín“ fær orða- tiltækið „að kalla ekki allt ömmu sína“ bók- staflega merkingu. Gömul saga verðurný í Óðfluga. Þorgeirsboli getur ekki lengur hrætt konurnar á bæjunum, þær sjá bara mat í flegnum skrokknum. Aum- ingja Ingólfur Arnarson þvælist um ofan í fjöru og finnur enga súlu, hann hefur komið of seint: „HANN ER í RÉTTRI REYKJAVÍK / Á RÖNGUM KOMUTÍMA.“ Og hvað gerir hann þá? Ja, hvað gera menn uppi á Amarhól? Besta dæmið um sjónarhorn bamsins í bók- inni er lokaljóðið, „VÖggumaggarugga". Á myndinni vinstra megin á opnu er mamma að svæfa Magga og Maggi er næstum því sofnaður með vinstra auga og á andlitinu er þessi lævísi engilssvipur sem hefur platað foreldra í árþús- undir. Ljóðið er vögguþula í syfjulegum takti TMM 1992:1 111
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.