Morgunblaðið - 23.12.2014, Qupperneq 23
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2014
Laugavegi 7, 101 Reykjavík - Sími: 551-3033
Flottir
í fötum
Frakkar
Leðurjakkar
Peysur
Belti
Bindi
Jólagjöfin fyrir herrann
Frábært úrval af jakkafötum,
skyrtum, skóm og ýmsum gjafavörum
Hæðarstillanlegir
leikskólastólar
Smiðjuvegur 9 • 200 Kópavogur • Sími 535 4300 • Fax 535 4301
Netfang axis@axis.is • Heimasíða www.axis.is
Hönnuður: Sturla Már Jónsson
Húsgagna og innanhúsarkitekt
m
ag
gi
os
ka
rs
.c
om
LAUF
LAUF
Glæsilegur fjölnota
stóll frá AXIS
• 5 fallegir staðlaðir litir af skeljum
• Fjaðrandi bak
• 3 hæðarstillingar
• Hægt að sitja á honum á ýmsa vegu
fjölnota stóllinn - nú líka
hæðarstillanlegur fyrir leikskóla
BAKSVIÐ
Brynja Björg Halldórsdóttir
brynja@mbl.is
Framkvæmdastjóri Félags atvinnu-
rekenda (FA) gagnrýnir að fyrirhug-
að umhverfisgjald, sem leggst á flutn-
ingskostnað um áramótin, taki ekki
mið af lækkun olíuverðs að undan-
förnu. Fulltrúar skipafélaganna
benda hins vegar á að lækkunin hafi
endurspeglast í lækkun olíugjalds.
Umhverfisgjaldið kemur til vegna
gildistöku ESB-tilskipunar um tak-
mörkun brennisteinsoxíða í útblæstri
skipa. Kröfurnar gilda á tilteknum
svæðum í Evrópu og er þeim mætt
með því að brenna gasolíu í stað
svartolíu. Síðan skipafélögin til-
kynntu hækkun vegna gjaldsins í
nóvember hefur verð á gasolíu lækk-
að úr 720 bandaríkjadölum tonnið í
um 560.
„Okkur finnst heldur bratt að
ákveða hvert gjaldið ætti að vera með
margra vikna fyrirvara, á meðan ol-
ían lækkar svona hratt,“ segir Ólafur
Stephensen, framkvæmdastjóri FA, í
samtali við Morgunblaðið. Hann segir
fyrirhugað gjald valda kostnaðar-
aukningu um rúma 60 dollara á
hverja gámaeiningu.
„Allar hækkanir á flutningskostn-
aði geta á endanum komið fram í
verði vörunnar. Það er þó erfitt að
meta hver endanleg niðurstaða verð-
ur, þar sem flutningskostnaður er
mishátt hlutfall af vöruverði.“ Að
sögn Ólafs er of snemmt að meta
áhrif gjaldsins á verðlag í landinu en
gjaldið geti hækkað flutningskostnað
um nokkur prósent.
„Auðvitað sýna menn því skilning
að gjaldið er sett á vegna alþjóðlegra
reglna til verndar umhverfinu. Við
gagnrýnum þó að um miðjan nóvem-
ber sé gefið út hvert gjaldið skuli vera
um áramót, þar sem díselolía hefur
lækkað gríðarlega á þessum vikum
frá nóvember og til áramóta, en gjald-
takan byggist á olíuverði. Við bindum
þar af leiðandi vonir við að gjaldið
verði endurskoðað mjög fljótlega, svo
menn séu ekki að greiða meira en þeir
þurfa.“
Olíugjald reiknað mánaðarlega
Pálmar Óli Magnússon, forstjóri
Samskipa, sagði í samtali við Morg-
unblaðið að umhverfisgjaldið væri til-
komið vegna þess að skipum væri
ætlað að brenna gasolíu í stað svartol-
íu, í þeim tilgangi að draga úr meng-
un. Gasolía væri umtalsvert dýrari en
svartolía og umhverfisgjaldinu væri
ætlað að mæta mismun á verði svart-
olíu og gasolíu. „Á undanförnum mán-
uðum hefur verð á svartolíu og gas-
olíu farið lækkandi og endurspeglast
sú lækkun í olíugjaldi Samskipa
(BAF) sem gefið er út mánaðarlega.
Verðmunur á gasolíu og svartolíu hef-
ur hins vegar haldist nánast óbreytt-
ur í gegnum þetta lækkunarferli.
Umhverfisgjaldið verður endurskoð-
að til lækkunar eða hækkunar eftir
því sem aðstæður gefa tilefni til.“
Matthías Matthíasson, fram-
kvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs
Eimskips, tekur í sama streng. „Olíu-
gjaldið endurspeglar lækkun olíu-
verðs og hefur þar af leiðandi lækkað
mjög hratt undanfarna mánuði.“
Olíugjaldið sé endurskoðað í hverj-
um mánuði og verið sé að reikna upp
umhverfisgjaldið út frá þróun olíu-
verðs. Af þeim sökum sé ekki ólíklegt
að gjaldið taki breytingum frá því
sem fyrirhugað var í nóvember, þeg-
ar tilkynnt var um það. Gjaldið muni
svo endurspegja olíuverð á þeim
tímapunkti sem það sé lagt á hverju
sinni.
Morgunblaðið/Eggert
Umhverfisgjald Ný gjaldtaka leggst á sjóflutninga núna um áramótin.
Kalla eftir end-
urskoðun á um-
hverfisgjaldi
Framkvæmdastjóri FA vill að tekið
sé mið af hraðri lækkun olíuverðs
,,Reiknistofa bankanna nýtur engrar
sérstöðu í skjóli laga um virðisauka-
skatt og hluthafar hennar hafa ekki
nýtt Reiknistofuna til að komast hjá
greiðslu virðisaukaskatts. Það er mið-
ur að forsvarsmenn Samtaka iðnaðar-
ins hafi ítrekað og ranglega fullyrt op-
inberlega að félagið njóti forskots á
markaði í krafti laga um virðisauka-
skatt,“ segir Friðrik Þór Snorrason,
forstjóri Reiknistofu bankanna.
Í Morgunblaðinu í síðustu viku
sagði Almar Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
(SI), að nýjar leiðbeiningar Ríkis-
skattstjóra myndu tryggja jafnræði
um skattlagningu á sölu upplýsinga-
tækniþjónustu til fjármálafyrirtækja.
Friðrik kveðst fagna því að SI hafi
fengið staðfest hjá
RSK að jafnræði
ríki milli fyrir-
tækja sem veita
upplýsingatækni-
þjónustu fyrir
fjármálafyrirtæki.
,,RB hefur alltaf
haldið því fram, að
þóknun fyrir
vinnu, sem unnin
sé fyrir fjármála-
fyrirtæki, sé undanþegin virðisauka-
skatti þegar telja má vinnuna eðlileg-
an og nauðsynlegan þátt í starfsemi
viðkomandi fjármálafyrirtækja og sé
unnin í tengslum við fjármálagjörn-
inga. Í framhaldinu af staðfestingu
RSK hefði verið eðlilegt að SI hefði
dregið fyrri yfirlýsingar til baka.“
Að sögn Friðriks byggist framtíð-
arsýn og stefna RB á því að félagið
starfi á jafnræðis- og samkeppnis-
grundvelli. ,,Við hlutafjárvæðingu RB
árið 2011 var sjálfstæði félagsins sem
þjónustufyrirtækis tryggt af eigend-
um þess. Aðgreiningin á milli fjár-
málafyrirtækja sem hluthafa annars
vegar og sem viðskiptavina hins veg-
ar var styrkt enn frekar með sátt við
Samkeppniseftirlitið árið 2012, þar
sem fram kemur að fulltrúar eiganda
í stjórn RB eru sérfræðingar sem
hvorki starfa hjá fjármálafyrirtækj-
unum né sitja í stjórn þeirra.“
Eins segir Friðrik að RB hafi lagt
sig fram við að eiga gott samstarf við
Samkeppniseftirlitið við framkvæmd
sáttarinnar og við RSK um fram-
kvæmd laga um virðisaukaskatt.
Þannig hafi félagið leitað eftir áliti
RSK á því hvort formbreyting RB
hefði áhrif á meðferð þess á virðis-
aukaskatti. ,,RSK staðfesti að virðis-
aukaskattur legðist ekki á þjónustu
sem veitt er fjármálafyrirtækjum,
teldist þjónustan eðlilegur og nauð-
synlegur þáttur í starfsemi fjármála-
fyrirtækjanna og veitt í tengslum við
fullnustu fjármálagjörninga. Skiptir
þá engu hvort RB eða annar aðili veiti
fjármálafyrirtækjum eða öðrum slíka
þjónustu. Þetta hafa Samtök iðnaðar-
ins nú fengið staðfest frá RSK.“
brynja@mbl.is
Friðrik Þór
Snorrason
Segir RB ekki njóta skattalegrar sérstöðu