Morgunblaðið - 23.12.2014, Page 24

Morgunblaðið - 23.12.2014, Page 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2014 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Frans páfi notaði tækifærið í gær í jólaræðu á fundi með kardínálum til að gagnrýna harkalega skriffinna í Páfagarði. Sagði hann suma kirkj- unnar menn vera soltna í völd og þeir væru „þjakaðir af andlegum Alz- heimer-sjúkdómi“. Ljóst þykir að margir andstæðingar páfa muni taka ummælin óstinnt upp. Frans sagði að í Páfagarði væri einnig mikið um „tilvistarlegan geð- klofa“ og „félagslega sýndar- mennsku“ sem ættu sök á því að „hljómsveitin spilaði falskt“. Hann varaði menn við græðgi, eigingirni og hrokafullu fólki sem áliti að það væri ódauðlegt. Slíku fólki væri hollt að heimsækja kirkjugarðana og sjá grafir þeirra sem hefðu verið haldnir sömu firru. Páfi, sem er 78 ára og fæddur í Argentínu, er þekktur fyrir að vera berorður og hefur áður gert harða hríð að öðrum ráðamönnum í Páfa- garði en þar hafa komið upp mörg hneykslismál á seinni árum og ára- tugum, bæði í kynferðismálum og fjármálum. Þar eru menn af mörgu þjóðerni en Ítalir hafa frá fornu fari verið langfjölmennastir og hafa sum- ir myndað með sér öflugar valdaklík- ur. Oft hafa heyrst sögur af hörðum innanbúðarátökum á staðnum. Frans sagði marga í Páfagarði lifa tvöföldu lífi, út á við væru þeir heið- virðir en bak við tjöldin stunduðu þeir ósiðlegt líferni. Menn væru oft „þrælar ástríðna sinna“ en hjartað væri kalt hjá sumum. Einnig væru margir fullir af öfund í garð annarra, hann sagðist aumka þá sem gleddust yfir því að sjá aðra falla af tindi. Hvatti páfi kardínálana rauð- klæddu til að aðstoða sig við að ráða bót á þessu ástandi en sjónarvottar segja að kirkjuhöfðingjarnir hafi set- ið svipbrigðalausir undir ræðunni. Frans vék einnig að söguburði, slúðri þeirra sem væru reiðubúnir að stinga menn í bakið en væru „hug- leysingjar sem ekki hafa þor í sér til að segja hreinskilnislega hvað þeim býr í brjósti“. Syndugir kirkjuleiðtogar?  Frans páfi ræðst harkalega á háttsetta embættismenn í Páfagarði  Segir marga þeirra eiginhagsmunaseggi og þjakaða af „andlegum Alzheimer“ AFP Þrumuræða Frans páfi ávarpar kardínála í Vatikaninu um helgina. Kjörinn til umbóta » Frans var kjörinn páfi í mars í fyrra og fékk það hlutverk að gera róttækar umbætur. » Hann hefur sett á laggirnar ýmsar nefndir sérfræðinga til að binda enda á spillingu og lé- lega stjórnun. » Andstæðingar hans hafa sagt að hann skorti þekkingu á flóknum vandamálum kirkj- unnar og Evrópu. Verið er að stofna alls ellefu mið- stöðvar fyrir erfðafræðilegar lækn- ingar í breskum sjúkrahúsum, að sögn BBC. Er hlutverk þeirra að safna DNA-sýnum og þróa síðan markvissar og klæðskerasaumaðar aðferðir gegn ýmsum sjúkdómum. Athyglinni er einkum beint að krabbameinum og sjaldgæfum erfðasjúkdómum. Stefnt er að því að hafa til reiðu genamengi 100 þúsund manna innan þriggja ára og þá verði hægt að gera tilraunir með ný lyf. Læknar munu gefa sjúkling- um sínum kost á að taka þátt í þess- um tilraunum. Þess verður að sögn vandlega gætt að ekki sé hægt að rekja hvaðan sýni koma og heldur ekki einstaklingana á bak við sjúkraskýrslur, persónueinkenni verða afmáð. kjon@mbl.is Efla erfðafræðilegar lækningarannsóknir og lyfjaþróun BRETLAND Peshmerga, her- sveitir íraskra Kúrda, hafa sótt inn í bæinn Sinj- ar við samnefnt fjall í norður- hluta Íraks en þar voru liðs- menn Íslamska ríkisins, IS, alls- ráðandi til skamms tíma. Heimildarmenn sögðu að hvar- vetna væru leyniskyttur, hart væri barist og einnig gerðu flugvélar Bandaríkjamanna loftárásir á IS. Kúrdum tókst í liðinni viku að opna leið að Sinjar-fjalli en í hlíðum þess höfðust við þúsundir flótta- manna. Flestir þeirra eru úr röðum Jazída, fámenns þjóðarbrots sem skylt er Kúrdum en ekki ísl- amstrúar. kjon@mbl.is Hermenn Kúrda komnir inn í Sinjar Kúrdískur her- maður í Sinjar. ÍRAK Rússar standa frammi fyrir mikilli efnahagslegri kreppu á næsta ári og mörg fyrirtæki munu ekki geta staðið við skuldbindingar sínar, segir Alexei Kúdrín, fyrrverandi fjármálaráðherra og þekktur stuðningsmaður Vladímírs Pútíns forseta. Rússneski seðlabankinn veitti í gær meðalstórum banka að- stoð til að verja hann falli. Stjórn- völd ætla nú að takmarka korn- útflutning til að tryggja að nægur matur sé til fyrir landsmenn. Kúdrín þótti óvenju hreinskipt- inn er hann hvatti Pútín til að bæta strax samskiptin við Vesturveldin, það væri mikilvægast. kjon@mbl.is Kúdrín segir mikla kreppu að skella á RÚSSLAND Beji Caid Essebsi, frambjóðandi í seinni umferð forsetakosninganna í Túnis um helgina, lýsti í gær yfir sigri. Búist var við endanlegum nið- urstöðum í gærkvöldi en sitjandi for- seti Moncef Marzouki, neitaði lengi að viðurkenna ósigur. Talið er að Es- sebsi, sem er 88 ára gamall, hafi feng- ið um 55,7% atkvæða. Kjörsókn var um 60%. Essebsi verður fyrsti forseti landsins sem kjörinn er í lýðræðislegum kosn- ingum frá því að Túnis fékk sjálfstæði frá Frökkum árið 1956. Hann hefur mikla stjórnmálareynslu, gegndi meðal annars oft ráðherrastörfum og var þingforseti þegar Zine El- Abidine Ben Ali var einræðisherra. Marzouki var hins vegar landflótta í tíð Ben Alis. En hann geldur þess að almenningur kennir honum um að í stuttri stjórnartíð hans hafi her- skáum íslamistum verið sýnd allt of mikil linkind. Þeir eru enn öflugir, eru næst-stærsti flokkurinn á þingi. Ben Ali var steypt af stóli 2011 en uppreisnin í arabalöndunum hófst í Túnis árið á undan og breiddist síðan út. Allt bendir til þess að Túnis verði eina arabalandið þar sem vonin um pólitískt „vor“ rætist, annars staðar hafa einræðisstjórnir tekið aftur við eða vopnuð átök hafist. kjon@mbl.is Essebsi sigraði í Túnis AFP Sigur! Stuðningsmenn Essebsis fögnuðu ákaft í Túnisborg þegar fyrstu tölur bentu til sigurs hans. Kosningarnar fóru vel fram og vona margir að lýðræðið hafi nú skotið rótum í landinu.  Hlaut yfir 55% í forsetakjöri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.