Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Page 32

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Page 32
Hjálmar Sveinsson Um Elias Canetti Heyrnarvotturinn Bók Elias Canetti Heyrnarvotturinn (Der Ohrenzeuge) hefur að geyma lýsingar á fimmtíu manngerðum og eru þær skrifaðar af vísindalegri nákvæmni en engu að síður óheftu ímyndunarafli. Manngerðirnar eiga sameiginlegt, allar sem ein, að vera haldnar einhverri voðalegri þráhyggju. Þær hugsa og tala um eitt og aðeins eitt: þjáningu, sekt, ljósmyndir, vatn ... Elias Canetti fæddist í Búlgaríu árið 1905. Hann er af spönskum gyðingaættum en ólst upp í Vín, Ziirich og London. í Vín tók hann doktorsgráðu í efnafræði en þar samdi hann líka fyrstu og raunar einu skáld- söguna sína. Hún kom út 1935 og heitir Die Blendung (,,Blindunin“) en er líklega betur kunn á íslandi í ensku þýðingunni undir titlinum Auto-da-Fé. Þremur árum síðar flutti Canetti til London þar sem hann hefur síðan búið. Hann var lengst af nær alveg óþekktur höfundur enda leið stundum langt á milli bóka hjá honum. Þegar tilkynnt var að hann fengi Bókmenntaverðlaun Nóbels 1981 vom fjári margir sem aldrei höfðu heyrt hans getið. Canetti hefur alltaf skrifað á þýsku þó svo hann hafi alist upp við fleiri tungumál en eitt og búið á þýsku málsvæði skemmstan hluta ævi sinnar. Sem gyðingi var honum ekki lengur vært í Vín en með ákvörðun sinni að skrifa á þýsku, jafnvel þótt hann byggi í Englandi, felldi hann að vissu leyti útlegðardóm yfir sjálfum sér og undirstrik- aði um leið að hann ætti ekki heima á einhverjum einum stað í heiminum. Elias Canetti var og er heimsborgari. Hann segir raunar einhvers staðar að aðeins í útlegð geri maður sér grein fyrir að heimurinn hafi ætíð verið heimur útlegðar. En í dagbók sinni frá árum heimsstyrjaldarinnar seinni segist hann skrifa þýsku einmitt vegna þess að hann sé gyðingur. Hann taldi, þrátt fyrir allt, að hann stæði í þakkarskuld við þýska menningu og tungu og vildi leggja sitt af mörkunum til að hún næði sér upp úr lág- kúru og skepnuskap nasismans. Susan Sontag hefur bent á að Canetti líti fremur á sig sem ,,heyranda“ en ,,sjá- anda“.1 Hann hefur að minnsta kosti mikinn áhuga á tungunni, röddinni og heyrninni. Um það bera titlarnir á bókunum hans skýrt vitni: Die Stimmen von Marrakesh (Radd- irnar frá Marrakesh), Der Ohrenzeuge, Die gerettete Zunge (Tungan frelsuð) og Fackel im Ohr (Kyndill í eyra). Tvær síðastnefndu bækurnar komu út á áttunda áratugnum og eru sjálfsævisaga Canettis. Þær sýna og sanna að sjálfsævisögur geta líka verið djúpur skáldskapur. Af öðrum bókum Canettis ólöstuðum þykir mér þó ein falleg- 30 TMM 1993:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.