Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Síða 32
Hjálmar Sveinsson
Um Elias Canetti
Heyrnarvotturinn
Bók Elias Canetti Heyrnarvotturinn (Der
Ohrenzeuge) hefur að geyma lýsingar á
fimmtíu manngerðum og eru þær skrifaðar
af vísindalegri nákvæmni en engu að síður
óheftu ímyndunarafli. Manngerðirnar eiga
sameiginlegt, allar sem ein, að vera haldnar
einhverri voðalegri þráhyggju. Þær hugsa
og tala um eitt og aðeins eitt: þjáningu, sekt,
ljósmyndir, vatn ...
Elias Canetti fæddist í Búlgaríu árið
1905. Hann er af spönskum gyðingaættum
en ólst upp í Vín, Ziirich og London. í Vín
tók hann doktorsgráðu í efnafræði en þar
samdi hann líka fyrstu og raunar einu skáld-
söguna sína. Hún kom út 1935 og heitir Die
Blendung (,,Blindunin“) en er líklega betur
kunn á íslandi í ensku þýðingunni undir
titlinum Auto-da-Fé. Þremur árum síðar
flutti Canetti til London þar sem hann hefur
síðan búið. Hann var lengst af nær alveg
óþekktur höfundur enda leið stundum langt
á milli bóka hjá honum. Þegar tilkynnt var
að hann fengi Bókmenntaverðlaun Nóbels
1981 vom fjári margir sem aldrei höfðu
heyrt hans getið.
Canetti hefur alltaf skrifað á þýsku þó svo
hann hafi alist upp við fleiri tungumál en
eitt og búið á þýsku málsvæði skemmstan
hluta ævi sinnar. Sem gyðingi var honum
ekki lengur vært í Vín en með ákvörðun
sinni að skrifa á þýsku, jafnvel þótt hann
byggi í Englandi, felldi hann að vissu leyti
útlegðardóm yfir sjálfum sér og undirstrik-
aði um leið að hann ætti ekki heima á
einhverjum einum stað í heiminum. Elias
Canetti var og er heimsborgari. Hann segir
raunar einhvers staðar að aðeins í útlegð
geri maður sér grein fyrir að heimurinn hafi
ætíð verið heimur útlegðar. En í dagbók
sinni frá árum heimsstyrjaldarinnar seinni
segist hann skrifa þýsku einmitt vegna þess
að hann sé gyðingur. Hann taldi, þrátt fyrir
allt, að hann stæði í þakkarskuld við þýska
menningu og tungu og vildi leggja sitt af
mörkunum til að hún næði sér upp úr lág-
kúru og skepnuskap nasismans.
Susan Sontag hefur bent á að Canetti líti
fremur á sig sem ,,heyranda“ en ,,sjá-
anda“.1 Hann hefur að minnsta kosti mikinn
áhuga á tungunni, röddinni og heyrninni.
Um það bera titlarnir á bókunum hans skýrt
vitni: Die Stimmen von Marrakesh (Radd-
irnar frá Marrakesh), Der Ohrenzeuge, Die
gerettete Zunge (Tungan frelsuð) og Fackel
im Ohr (Kyndill í eyra). Tvær síðastnefndu
bækurnar komu út á áttunda áratugnum og
eru sjálfsævisaga Canettis. Þær sýna og
sanna að sjálfsævisögur geta líka verið
djúpur skáldskapur. Af öðrum bókum
Canettis ólöstuðum þykir mér þó ein falleg-
30
TMM 1993:4