Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Page 39

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Page 39
ingu hugfasta. Hvemig stendur á því að sigurvegaramir, nú sem fyrmm, hafa slíka andúð á Vorinu í Prag, vanmeta það svona mikið, lýsa því yfir að það sé afgreitt mál og mæla með því að atburðurinn falli sem fyrst í gleymsku? Þessir tveir textar, Lœrdómurinn frá 1970 og bannið við kommúnisma frá 1993, em allrar athygli verðir. Enda þótt þar sé ekki að fínna eitt einasta sannleikskom um Vorið í Prag, segja þeir okkur heilmikið um höf- unda þeirra, varpa ljósi á veruleikaskyn þeirra og verða varanlegar heimildir, ritað- ar heimildir, um fáránleika beggja sigur- vegaranna. Lærdómurinn sagði hvernig þjóðfélagið ætti að líta á sína nánustu fortíð og gaf þeim sem ætluðu sér að komast áfram fyrirmæli urn það hvemig þeir ættu að bera sig að í einu og öllu. Hin andkomm- únísku lög núverandi sigurvegara segja til um hvaða augum menn eiga að líta fortíð- ina og um það eru nú sett lög, nokkuð sem er næsta ótrúlegt og hefur aldrei gerst áður, nokkuð sem hefði hvergi getað gerst annars staðar en í landi Jósefs Svejks og Franz Kafka. Hvað eiga þessir ólíku sigurvegarar sam- eiginlegt, samherjamir frá því forðum, stuðningsmenn „hins raunverulega sósíal- isma“ annars vegar og hins vegar lýðræðis- sinnar dagsins í dag? Hvað veldur því að þeir varpa Vorinu í Prag fyrir róða og koma upp um algert skilningsleysi sitt á merkingu þess? Eru það hin ömurlegu örlög (allra? flestra?) sigurvegaranna sem setjast á valdastóla með það í huga að sitja þar til eilífðamóns og halda að engir aðrir kostir séu hugsanlegir en áform þeirra og þau vinnubrögð sem þeir viðhafa? Ari eftir að Vorið í Prag var brotið á bak aftur sölsuðu hreinsunarmennimir undir sig alla valda- stóla í þeirri vitfírrtu von að enginn mann- legur máttur myndi geta velt þeim úr sessi. En aðeins tuttugu árum síðar, sem er skammur tími á mælikvarða sögunnar en hryllilega stór hluti af mannsævi, hrundi kerfi sem allir héldu að væri óhagganlegt og öll spillingin og viðbjóðurinn sem þar viðgekkst kom skyndilega í ljós. Núverandi sigurvegarar em þeirrar skoðunar að „markaðurinn“ sé ekki einungis lokaorð sögunnar heldur eðlilegt fyrirkomulag sem lengi hafi verið stefnt að og loks hafi náðst að koma á, fyrirkomulag sem sé í algeru samræmi við mannseðlið og komi því eðli- legri skipan á jarðlífið. Lykilorðin að skilningi samtímans á Vor- inu í Prag em „eðli“ og „eðlilegt“. Hvað á 20. öldinni er eðlilegt, hvaða mælikvarði er það sem greinir á milli eðlilegs og óeðli- legs, þess sem er náttúrulegt og þess sem er gervilegt og tilbúið? Vorið í Prag er einn af viðburðum tuttugustu aldarinnar, það er einn þeirra viðburða sem vekja spumingar, og ef maður reynir ekki að fá botn í Vorið í Prag fær maður engan botn í tuttugustu öldina yfirleitt. Sá sem hefur upplifað og hugleitt sambandið milli Vörsins í Prag og samtímans spyr sig réttilega þeirrar spurn- ingar hvort Evrópubúar, og Tékkar þar á meðal, hafi þurft að bíða ársins 1989 til að láta Ameríkanann Francis Fukuyama, og þar á undan brottfluttan Rússa, Alexander Kojev, minna sig á hina gömlu hugmynd Hegels um „endalok sögunnar". Sögunni lauk árið 1806, segir Hegel, og endapunkt- urinn var ormstan við Jena. Skynsemin bregst öndverð við slíkri fullyrðingu og svarar: Hvemig getur sagan hafa runnið skeið sitt á enda úr því hún heldur augljós- lega áfram, sífelldar breytingar eiga sér stað og eitthvað nýtt gerist á hverjum ein- TMM 1993:4 37
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.