Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Side 43

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Side 43
sagt, það efaðist um að þessi heimshluti hefði rétt fyrir sér. Arásin á það var hins vegar kölluð aðgerð til að koma aftur á eðlilegu ástandi: fólkið, þjóðin, þjóðfélag- ið voru knúin þvert gegn vilja sínum til að taka upp skipulag sem talið var eðlilegt og sjálfsagt. Það var með öðrum orðum litið á Vorið í Prag sem óþolandi undantekningu frá reglunni. Það sem þykir sjálfsagt og eðlilegt nú um stundir er einnig í andstöðu við Vorið í Prag, menn afgreiða það sem eitthvað óeðlilegt og algerlega út í bláinn vegna þess að það var verið að reyna hið ómögu- lega: leita „þriðju leiðarinnar“ sem væri meðalvegur milli kapítalisma og kommún- isma. En nú þegar kapítalisminn er að ná yfirhöndinni og „sósíalismi raunvemleik- ans“ er hmninn, kemur berlega í ljós að þessar stefnur em sprottnar af sömu rótum, þ.e. af samnefnara nútímans og „endalok- um hans“, og þá kemur hin eiginlega merk- ing Vorsins í Prag berlega í ljós: það efaðist um tilvistarrétt „sósíalisma raunvemleik- ans“, en varpaði einnig skímu (dálítilli skímu) efasemda á viðmið samtíma okkar yfirleitt, hvort sem valdið tók á sig annað formið eða hitt. Spurning þín um hvað tékkneska vorið skipti miklu máli afhjúpar eftirfarandi: Málið snerist um að knésetja ákveðinn stofnanahugsunarhátt; alþýða manna átti fmmkvæðið, grasrótin lýsti efasemdum sínum um málflutning stjómmálamanna. Enda þótt þessi tilraun, sjö mánuðir sem voru notaðir til endurbóta, fyrstu sjö dag- amir eftir innrás Rússa, fyrstu sjö mánuðir hernámsins (þar til Dubcek var settur af) þar sem við héldum í flest form frelsis við gífurlega erfiðar aðstæður, hafi ekki borið tilætlaðan árangur, þá er hún engu að síður hetjuleg tilraun, mun merkilegri en ein- hvers konar stórvarasöm „þriðja leið“ sem enginn veit hvert myndi leiða okkur. Nei, þama var ekki um það að ræða að gera einhverja auvirðilega málamiðlun, sem hefði verið dæmd til að mistakast og grotna niður. Vorið í Prag var ekki einhver þriðja leið sem var dæmd til að hverfa, mistakast, gleymast. Þvert á móti heldurþað áfram að vera til, lýsa í myrkrinu, vera leiðarljós sem ber að stefna að og er eina leiðin sem getur bjargað mannkyninu frá allsherjar tortím- ingu. Það er eins og ofurlítil hugmynd sem hugsanlega getur orðið að nýju viðmiði. Oeirðirnar árið 1968 í nýja og gamla heim- inum, í „austri“ og „vestri“, settu spurn- ingarmerki aftan við viðteknar hugmyndir manna um söguna, gaf í skyn að söguskoð- un manna væri komin að fótum fram og úr sér gengin, að „endalok sögunnar" út- heimtu nýtt viðmið. A.F.: „Umhverfisverndarmenn telja að vernda beri umhverfið. Heimspekingar telja að bjarga beri heiminum,“ skrifaðir þú í ágústmánuði 1968. Bjarga heiminum, ekki breyta honum, það er grundvallarmun- ur á þessu tvennu. Hvað áttu við með þessu? Hvað þýðir slrkur dómur heimspek- ings hér og nú? Er þetta leiðin sem þjóðfé- lög okkar eru að feta nú þegar þau eru búin að varpa af sér oki marxismans? K.K.: Sá sem er fangi þess viðmiðs sem nú ræður ríkjum takmarkar sig við verndun umhverfisins (Umwelt), en samtími okkar krefst þess að heiminum (Welt) sé bjargað. Velferð heimsins veltur á því að þessu við- miði verði breytt, það verður að eiga sér stað grundvallarbreyting á samskiptum fólks gagnvart öllu sem er, þar á meðal TMM 1993:4 41
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.