Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Side 56

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Side 56
langt og Rabelais, enda hikaði hann ekki við að leita fanga í alþýðumenningu sam- tíma síns, einkum þeirri sem dafnaði í þorp- um og borgum á markaðstorgum og á kjötkveðjuhátíðum fyrir föstuinngang. Þá var heiminum snúið á hvolf, fíflið gert að konungi, drukkið var og etið ósleitilega og yfirleitt allt gert sem bannað var á öðrum tímum. Þessum efniviði hefur rússneskur bók- menntafræðingur, Mikhail Bakhtin, gert góð skil í bók sem hann ritaði um Rabelais á millistríðsárunum en varð ekki kunn á Vesturlöndum fyrr en á sjöunda áratugnum. Óhætt er að segja að Bakhtin hafx breytt grundvallaratriðum í hugsun okkar um höf- undarverk Rabelais. Bókin heitir Verk Frangois Rabelais og alþýðumenning á miðöldum og á endurreisnaröld (ensk þýð. Rabelais and his World). Þar er honum stillt upp sem fulltrúa viðhorfs eða hugsunar- háttar í vestrænni menningu, sem handhaf- ar menningarlegs valds (kirkjan, mennta- menn, valdastéttir) hafa gjaman haldið niðri og því ekki komið fram nema hjá alþýðunni. Til að lýsa því er best að byrja á sjálfri kjötkveðjuhátíðinni. Það skiptir máli að hún á sér stað á ákveðnum tíma á ári hverju, lýtur óskráðum reglum og fer aldrei út fyrir viss mörk. Hún er því hluti af samfélaginu. Nú byggjast öll samfélög á einhvem hátt á því að efnalegum gæðum, valdi og virðingu sé skipt misjafnlega á milli manna, en hug- myndakerfi samfélagsins réttlætir þessa skiptingu. Misskiptingin skapar þó spennu og togstreitu. Þegar sagt er að öllu sé snúið á hvolf á kjötkveðjuhátíð þá er ekki átt við að hróflað sé við hinni raunverulegu misskiptingu heldur aðeins við því hugmyndakerfi sem réttlætir það. Þegar fíflið er krýnt konungur kamívalsins, er dregið dár að þeim sem fara með veraldlega valdið. Þegar settar em á svið gleðimessur og fáránlegar prósessíur er snúið út úr fyrir handhöfum hins geist- lega valds. Þegar hinn níski fulltrúi föst- unnar tapar fyrir fulltrúa kjötkveðju- hátíðarinnar í kátlegri afskræmingu burt- reiða, er verið að spotta þá sem ráða efna- legum gæðum. í raun er þetta aðeins leikur að táknum, því eftir kamívalið fellur allt aftur í sama farið, en þó hefur leikurinn losað um spennuna í samfélaginu. En gleðimenningin, hin taumlausa kæti kjötkveðjuhátíðarinnar, hefur meira gildi en aðeins það að losa um spennu í samfé- laginu. I samfélagi sem leyfir kjötkveðju- hátíð leysast spenna og andstæður upp í hlátri, en þessi hlátur er af sérstökum toga. Þetta er hvorki hinn krampakenndi óminn- ishlátur sem blindar okkur fyrir því sem er í kringum okkur né hinn illkvittnislegi hlát- ur sem gerir lítið úr þeim sem standa höll- um fæti, heldur sá jákvæði, góðgjami hlátur sem sækir að manni þegar maður horfir opnum augum á óleysanlegar mótsagnir tilverunnar. Það er hæfileikinn til að hugsa þrátt fyrir þessar mótsagnir sem er svo dýr- mætur í anda karnívalsins. Því er hann meira en einvörðungu spennulosunarað- ferð tiltekins samfélags. Andi kamívalsins gerir manninum kleift að horfast í augu við grimman vemleika (við viljum lifa en mun- um þó deyja) án þess að tapa lífsgleðinni. Þennan anda flytur Rabelais inn í bók- menntimar og er að því leyti að leggja grunn að evrópsku skáldsögunni því hún er umfram allt listin að setja hið flókna og mótsagnakennda í tilvem okkar á svið í formi frásagnar og hugsa um það. Meðal þess sem Bakhtin hefur bent á sem 54 TMM 1993:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.