Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Side 58
stæða við nýklassísk verk Thorvaldsens.
Þær sýna gjarnan kvalda líkama, lrkama
sem tíminn hefur mótað. Það er í þeim
ójafnvægi, ófullkomleiki sem eru hvor-
tveggja eiginleikar lífsins, sem er sífelld
verðandi og ber í sér endalok sín: dauðann.
Það býr viska í grótesku fagurfræðinni
sem ekki er í hinni klassísku og hún geislar
af hverri síðu í verkum Rabelais. Tökum
sem dæmi frásögnina af fæðingu Panta-
grúls (bls. 174-5). Gargantúi veit ekki
hvort hann á að gráta eða hlæja vegna þess
að konan hans, Badebekk, lést af bamsför-
um. Hann horfir til skiptis á látna eiginkon-
una og nýfædda drenginn og segir:
,,Ó, fólski dauði, hvað þú ert mér meinleg-
ur, hvað þú ert grimmur, að hrifsa frá mér
hana sem bar að vera ódauðleg.
Og þegar hann sagði þetta grét hann eins
og kýr. En skyndilega fór hann að hlæja
eins og kálfur þegar Pantagrúll kom honum
í hug.“
Það er freistandi að setja þessa grótesku
fagurfræði í samband við það sem fyrr er
sagt um áhrif lærðrar nafnhyggju á hugsun
Rabelais, enda gerir hann það sjálfur.
Gargantúi veit ekki hvort hann á gráta eða
hlæja en til að komast að niðurstöðu reynir
hann að nota rökfræði skólaspekinganna:
„Fyrir hvoru tveggja hafði hann röklegar
forsendur svo honum lá við köfnun, því
hann leiddi þær fram in modo et figura, en
hann gat ekki dregið af þeim niðurstöðu, og
þar af leiðandi var hann tepptur eins og mús
í gildru eða héri í snöru.“
Ef hefðbundin fagurfræði leitar í vemleik-
anum að endurspeglun fegurðar sem er
handan hans, þá er það nátengt afstöðu
raunhyggjunnar sem Ockham gagnrýndi.
En karnívalíska fagurfræðin er í röklegu
samhengi við nafnhyggjuna sem býður upp
á að veruleikinn sé skoðaður á eigin for-
sendum, en ekki sem endurspeglun æðri
vemleika. Hugsun skólaspekinnar er ófær
um að takast á við það sem er þó meginein-
kenni tilvemnnar, það að hún er full and-
stæðna. Gleðin og sorgin, gott og vont, lífið
og dauðinn rúmast hins vegar innan fagur-
fræði kjötkveðjuhátíðarinnar og því freistar
hún nafnhyggjumannsins Rabelais.
Það er því naumast nokkur tilviljun að
hann er einn þeirra sem leggja gmndvöll að
því bókmenntaformi sem evrópsk menning
hefur gefið mannkyninu. Skáldsagan er
fullkomin andhverfa þeirrar orðræðu sem
leitast við að troða hugmyndum upp á veru-
leikann. Hún er þvert á móti tilraun til að
skilja hann eins og hann er, án fyrirframgef-
inna hugmynda. Hún er opin og jákvæð
afstaða gagnvart tilverunni og öllu því
óvænta sem hún býður okkur upp á. Það er
vegna þess að hún byggir á hugsun sem
Rabelais fann í senn í lærdómi og alþýðu-
menningu samtíma síns, hugsun sem ekki
hjakkar sífellt í sama farinu, hugsun sem
rúmar andstæður og kennir okkur að hugsa
um þær og með þeim.
Það ber að fagna því að hin mikla bók
Rabelais er nú komin út á íslensku. Nú sem
aldrei fyrr þurfum við að þróa með okkur
hugsun sem ekki brennur yfir þegar hún
rekst á mótsagnir tilverunnar, þykist ekki
hafa höndlað sannleikann en leitar hans
samt og getur hjálpað okkur að lifa á þess-
um „dauðans óvissu tímum“.
56
TMM 1993:4