Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Side 82
fyrir sér hvort hugtakið textatengsl segi
okkur ef til vill talsvert um tíðarandann
— fyrst það hefur fengið mikinn hljóm-
grunn meðal fræðimanna". Á þessum
blöðum hefur verið rætt um öld frumleik-
ans og öld tortryggninnar; má vera að við
séum nú komin inn í öld óhjákvœmileik-
ansl Umræður um „póstmódernisma" í
bókmenntum og listum hafa í raun snúist
beint og óbeint um þessa spumingu. Á
meðan sumir lista- og fræðimenn hafa hald-
ið því fram að póstmódernismi væri til
marks um að frumleiki og nýsköpun séu
komin í hættuleg þrot, hafa aðrir orðið til
að nota hugtakið í fögnuði um frelsi til að
endurskoða sögulegar hefðir og sækja sér í
þær „tilvitnanir" sem sómi sér vel í nútíma-
legu samhengi.12 í stað óttans við áhrif hafa
sumir fyllst gleði endurvinnslunnar. Einn
þeirra er Þorgeir Þorgeirson sem í ræðu
hefur nýlega fjallað um „hina æsispenn-
andi endurvinnslu fomra og dugandi hug-
mynda“, sem kjarna listsköpunar:
[... ] þannig æxlast listasagan og viðheld-
ur sér kynslóð af kynslóð. Hún er bara
örfáar klassískar hugmyndir sem birtast í
nýjum og nýjum tilbrigðum. Vafasamt að
þessar hugmyndir séu öllu fleiri en litning-
amir í kynfrumunni, en þær eru líka jafn
frjóar og fjölbreytilegar að innri gerð og
duga því andlegu lífi kynslóðanna til sífellt
fjölbreytilegri einstaklingstilbrigða.13
Engin ástæða er til að ætla að hörð árás
Þorgeirs á ,,nýjungasýki“ eigi við um alla
nýsköpun í bókmenntum (enda má segja að
hann laumi frumleikanum inn urn bakdym-
ar), en hann hefur mikið til síns máls þegar
hann segir að fmmsamning skáldskapar sé
endurvinnsla eldri hugmynda rétt eins og
þýðingar skáldverka. „Og varla munur á
því að endurskapa hugsun úr einu tungu-
máli á annað og hinu að endurskapa hugsun
fortíðarinnar í nútímans andblæ“ (96). í
þessu samhengi ræðir Þorgeir svo einmitt
óvenjulegt skáldverk sem beinlínis fjallar
um endurvinnslu pappírs, m.a. ýmiskonar
ritverka; það er skáldsagan Alveg glymj-
andi einvera eftir tékkneska höfundinn Bo-
humil Hrabal (sem Þorgeir þýddi ásamt
Olgu Franzdóttur). Söguhetjan Hantja
vinnur við ruslapappírsvél í kjallara í Prag,
eiginlega í „undirheimum“ hins tékkneska
alræðisrikis sem er m.a. stjómað með rit-
skoðun. Hantja ,,endurskoðar“ hinsvegar
þau rit sem honum berast með pappírsúr-
gangi þessa samfélags. Hann segist að vísu
hafa verið „sílesandi í von um að finna
einhverjar vísbendingar í bókunum, sem
einlægt hafa þó brugðist mér og svikið mig
um allan himneskan boðskap“,14 en af sög-
unni verður ljóst að þær hafa gert honum
kleift að skapa sér frjálsan hugarheim í
djúpum hins þrúgandi samfélags. Sá heim-
ur einkennist ekki síst af mjög ögrandi
textatengslum þar sem saman koma Jesús
Kristur, Laó-tse, Erasmus, Goethe, Kant og
Hitler, svo nokkrir höfundar séu nefnir, og
raunar koma myndlistarmenn einnig við
sögu.
Ekki veit ég hvort sjá megi mikinn skyld-
leika með þeirri umhverfisvernd og endur-
nýtingu sem menn beita sér nú mjög fyrir í
nafni vistkerfisins og þeirri endurvinnslu
sem sjá má í heimi bókmennta og lista. En
ljóst er að bókmenntir Vesturlanda hafa um
skeið lifað tíma endurmats fremur en rót-
tækra umbrota, hvað þá byltinga. Bók-
menntaheimurinn einkennist af vaxandi
fjölhyggju (plúralisma) og nýsköpun felst
oft í því að átta sig á og koma á framfæri
hefðum minnihluta- eða jaðarhópa; þeir
80
TMM 1993:4