Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Síða 82

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Síða 82
fyrir sér hvort hugtakið textatengsl segi okkur ef til vill talsvert um tíðarandann — fyrst það hefur fengið mikinn hljóm- grunn meðal fræðimanna". Á þessum blöðum hefur verið rætt um öld frumleik- ans og öld tortryggninnar; má vera að við séum nú komin inn í öld óhjákvœmileik- ansl Umræður um „póstmódernisma" í bókmenntum og listum hafa í raun snúist beint og óbeint um þessa spumingu. Á meðan sumir lista- og fræðimenn hafa hald- ið því fram að póstmódernismi væri til marks um að frumleiki og nýsköpun séu komin í hættuleg þrot, hafa aðrir orðið til að nota hugtakið í fögnuði um frelsi til að endurskoða sögulegar hefðir og sækja sér í þær „tilvitnanir" sem sómi sér vel í nútíma- legu samhengi.12 í stað óttans við áhrif hafa sumir fyllst gleði endurvinnslunnar. Einn þeirra er Þorgeir Þorgeirson sem í ræðu hefur nýlega fjallað um „hina æsispenn- andi endurvinnslu fomra og dugandi hug- mynda“, sem kjarna listsköpunar: [... ] þannig æxlast listasagan og viðheld- ur sér kynslóð af kynslóð. Hún er bara örfáar klassískar hugmyndir sem birtast í nýjum og nýjum tilbrigðum. Vafasamt að þessar hugmyndir séu öllu fleiri en litning- amir í kynfrumunni, en þær eru líka jafn frjóar og fjölbreytilegar að innri gerð og duga því andlegu lífi kynslóðanna til sífellt fjölbreytilegri einstaklingstilbrigða.13 Engin ástæða er til að ætla að hörð árás Þorgeirs á ,,nýjungasýki“ eigi við um alla nýsköpun í bókmenntum (enda má segja að hann laumi frumleikanum inn urn bakdym- ar), en hann hefur mikið til síns máls þegar hann segir að fmmsamning skáldskapar sé endurvinnsla eldri hugmynda rétt eins og þýðingar skáldverka. „Og varla munur á því að endurskapa hugsun úr einu tungu- máli á annað og hinu að endurskapa hugsun fortíðarinnar í nútímans andblæ“ (96). í þessu samhengi ræðir Þorgeir svo einmitt óvenjulegt skáldverk sem beinlínis fjallar um endurvinnslu pappírs, m.a. ýmiskonar ritverka; það er skáldsagan Alveg glymj- andi einvera eftir tékkneska höfundinn Bo- humil Hrabal (sem Þorgeir þýddi ásamt Olgu Franzdóttur). Söguhetjan Hantja vinnur við ruslapappírsvél í kjallara í Prag, eiginlega í „undirheimum“ hins tékkneska alræðisrikis sem er m.a. stjómað með rit- skoðun. Hantja ,,endurskoðar“ hinsvegar þau rit sem honum berast með pappírsúr- gangi þessa samfélags. Hann segist að vísu hafa verið „sílesandi í von um að finna einhverjar vísbendingar í bókunum, sem einlægt hafa þó brugðist mér og svikið mig um allan himneskan boðskap“,14 en af sög- unni verður ljóst að þær hafa gert honum kleift að skapa sér frjálsan hugarheim í djúpum hins þrúgandi samfélags. Sá heim- ur einkennist ekki síst af mjög ögrandi textatengslum þar sem saman koma Jesús Kristur, Laó-tse, Erasmus, Goethe, Kant og Hitler, svo nokkrir höfundar séu nefnir, og raunar koma myndlistarmenn einnig við sögu. Ekki veit ég hvort sjá megi mikinn skyld- leika með þeirri umhverfisvernd og endur- nýtingu sem menn beita sér nú mjög fyrir í nafni vistkerfisins og þeirri endurvinnslu sem sjá má í heimi bókmennta og lista. En ljóst er að bókmenntir Vesturlanda hafa um skeið lifað tíma endurmats fremur en rót- tækra umbrota, hvað þá byltinga. Bók- menntaheimurinn einkennist af vaxandi fjölhyggju (plúralisma) og nýsköpun felst oft í því að átta sig á og koma á framfæri hefðum minnihluta- eða jaðarhópa; þeir 80 TMM 1993:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.