Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Síða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Síða 96
breytt örlítið: þeim var skylt að létta mönn- um lífið að kröfu tímans í baráttunni um brauðið. Bestu bækumar einkenndust af ádeilu sem leiddi til möguleika á kaup- hækkun hjá hinum lágt settu, án þess að vekja í brjósti þeirra réttlætiskröfu öfund- sýkinnar; en kaupið hækkaði ekki fyrr en Ameríkaninn kom í stríðinu og þá vildi almenningur góna á dans- og söngvamynd- ir í bíóunum í stað þess að lesa bækur um litlausa aumingja. Þannig hafa íslenskar bókmenntakenn- ingar og asnalega fagurfræðin hrakist fyrir vindi og veðmm aðstæðnanna og aldrei náð vitsmunalegri fótfestu. En þegar vegur bókmenntanna var hvað mestur átti vinstri- sinnaður lesandi að gá, hvort efnið væri innlegg í baráttuna gegn afturhaldinu. Aftur á móti athuguðu þeir fáu broddborgarar, sem litu í aðrar bækur en þær sem fjölluðu um athafnamenn eða afrek Krists, hvort í þeim væri kommúnistaáróður eða þar segði frá fastheldnum kjamakörlum til sjós og lands í bland við kvenforka sem horfðu fram á veginn með fast augnaráð, næstum stjarft af einbeitingu. Þetta var fyrsta tilraun í þá átt að bræða saman víking og valkyrju í kynbættan stofn sem lifði á lambakjöti, harðfiski og norrænu stolti. Eftir að þjóðfélagið fór að bera einkenni stéttasamfélags — en var samt áfram af einni stétt vegna ósundraðs fmmkrafts sem gætti aðeins á íslandi — byrjuðu hægri- og vinstrisinnar að eiga spámenn. Þeir komu ofan ur sveitum eða af heimilum brodd- borgara í Reykjavík og voru afar vissir í sinni sök. Venjulega höfðu þeir gengið ein- hvem stúf af lærdómsbraut í Menntaskól- anum í Reykjavík, þar sem var lögð megináhersla á minnið, fastheldnasta þátt vitsins. Nemendur lærðu ekki að brjóta heilann eða leysa upp hugsun nema í brennivíni og stúdentabröndurum. Til- gangurinn með menntun var að laga hugs- unina að staðfestu í því sem hægt var að muna og að sannfæringu í því sem var ógerlegt að sanna nema með hyggjuviti stúdenta á fylliríi. Það eina sem mátti losa úr viðjum og leysa upp við lærdóm vom ljóð skálda sem ortu um fossa og ættjörðina — ekki hugsun þeirra, enda efuðust þau aldrei — en nemendur áttu að breyta ljóð- máli í laust mál, fletja út svo hægt væri að skilja það fullkomnum skilningi og festa í minni. Vinsælasta bókmenntaefnið varð annars vegar nýklassík í ljóðum Bjama Thoraren- sen, fulltrúa æðri stétta og gallharðra vits- muna, sem eyddu meðal annars rottum, hins vegar taumlausa kveinið í Bólu- Hjálmari, fulltrúa hinnar „eðlisgreindu al- þýðu til sveita“. Við þessa kennsluaðferð snerist smekkur skólagenginna manna í tvær áttir og hann hefur haldist nokkum veginn óbreyttur fram á þann soft ware- tíma sem ríkir. Menntastefnan leiðir til þess að við athugum sjaldan hvers eðlis hlutur- inn er sem við horfum á, gerð hans og tengsl við söguna, viðbrögðin við honum skipta höfuðmáli. Gagnrýnendum er engu minni vandi á höndum en þeim sem semja skáldverk. Vegna lærdóms innan hefðanna eiga þeir bágt með að koma auga á eðli annarra sagna en þeirra sem dansa á fast dreginni línu í því afturhaldssamfélagi sem hér ríkir við leifar af fábrotinni hugsun fyrrnm heiðabýlis- manna. Tryggð í orðum við hreinar línur virðist ætla að ríkja hér endalaust, þrátt fyrir það gmgguga hugsanalíf og hegðun, sið- gæði og stjórnmál, atvinnulíf og óheiðar- leikann sem blasir við jafnvel hálfblindum 94 TMM 1993:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.