Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Qupperneq 96
breytt örlítið: þeim var skylt að létta mönn-
um lífið að kröfu tímans í baráttunni um
brauðið. Bestu bækumar einkenndust af
ádeilu sem leiddi til möguleika á kaup-
hækkun hjá hinum lágt settu, án þess að
vekja í brjósti þeirra réttlætiskröfu öfund-
sýkinnar; en kaupið hækkaði ekki fyrr en
Ameríkaninn kom í stríðinu og þá vildi
almenningur góna á dans- og söngvamynd-
ir í bíóunum í stað þess að lesa bækur um
litlausa aumingja.
Þannig hafa íslenskar bókmenntakenn-
ingar og asnalega fagurfræðin hrakist fyrir
vindi og veðmm aðstæðnanna og aldrei náð
vitsmunalegri fótfestu. En þegar vegur
bókmenntanna var hvað mestur átti vinstri-
sinnaður lesandi að gá, hvort efnið væri
innlegg í baráttuna gegn afturhaldinu. Aftur
á móti athuguðu þeir fáu broddborgarar,
sem litu í aðrar bækur en þær sem fjölluðu
um athafnamenn eða afrek Krists, hvort í
þeim væri kommúnistaáróður eða þar segði
frá fastheldnum kjamakörlum til sjós og
lands í bland við kvenforka sem horfðu
fram á veginn með fast augnaráð, næstum
stjarft af einbeitingu. Þetta var fyrsta tilraun
í þá átt að bræða saman víking og valkyrju
í kynbættan stofn sem lifði á lambakjöti,
harðfiski og norrænu stolti.
Eftir að þjóðfélagið fór að bera einkenni
stéttasamfélags — en var samt áfram af
einni stétt vegna ósundraðs fmmkrafts sem
gætti aðeins á íslandi — byrjuðu hægri- og
vinstrisinnar að eiga spámenn. Þeir komu
ofan ur sveitum eða af heimilum brodd-
borgara í Reykjavík og voru afar vissir í
sinni sök. Venjulega höfðu þeir gengið ein-
hvem stúf af lærdómsbraut í Menntaskól-
anum í Reykjavík, þar sem var lögð
megináhersla á minnið, fastheldnasta þátt
vitsins. Nemendur lærðu ekki að brjóta
heilann eða leysa upp hugsun nema í
brennivíni og stúdentabröndurum. Til-
gangurinn með menntun var að laga hugs-
unina að staðfestu í því sem hægt var að
muna og að sannfæringu í því sem var
ógerlegt að sanna nema með hyggjuviti
stúdenta á fylliríi. Það eina sem mátti losa
úr viðjum og leysa upp við lærdóm vom
ljóð skálda sem ortu um fossa og ættjörðina
— ekki hugsun þeirra, enda efuðust þau
aldrei — en nemendur áttu að breyta ljóð-
máli í laust mál, fletja út svo hægt væri að
skilja það fullkomnum skilningi og festa í
minni.
Vinsælasta bókmenntaefnið varð annars
vegar nýklassík í ljóðum Bjama Thoraren-
sen, fulltrúa æðri stétta og gallharðra vits-
muna, sem eyddu meðal annars rottum,
hins vegar taumlausa kveinið í Bólu-
Hjálmari, fulltrúa hinnar „eðlisgreindu al-
þýðu til sveita“. Við þessa kennsluaðferð
snerist smekkur skólagenginna manna í
tvær áttir og hann hefur haldist nokkum
veginn óbreyttur fram á þann soft ware-
tíma sem ríkir. Menntastefnan leiðir til þess
að við athugum sjaldan hvers eðlis hlutur-
inn er sem við horfum á, gerð hans og tengsl
við söguna, viðbrögðin við honum skipta
höfuðmáli.
Gagnrýnendum er engu minni vandi á
höndum en þeim sem semja skáldverk.
Vegna lærdóms innan hefðanna eiga þeir
bágt með að koma auga á eðli annarra sagna
en þeirra sem dansa á fast dreginni línu í því
afturhaldssamfélagi sem hér ríkir við leifar
af fábrotinni hugsun fyrrnm heiðabýlis-
manna. Tryggð í orðum við hreinar línur
virðist ætla að ríkja hér endalaust, þrátt fyrir
það gmgguga hugsanalíf og hegðun, sið-
gæði og stjórnmál, atvinnulíf og óheiðar-
leikann sem blasir við jafnvel hálfblindum
94
TMM 1993:4