Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Page 102

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Page 102
þær er ekki hægt að rökstyðja og það er jafnvel ekki æskilegt. Listin að vaða elginn Oft vill vera á tímum umbrota og formbylt- inga að höfundur grípi til þeirrar aðferðar í skáldskap sem hægt væri að kalla flæði, en óvitrir segja að það sé vaðall. Skáld leita að nýjum formum í orðaflæðinu og að nýrri tjáningu í talmáli. Hið nýja finnst ekki í formfestu ritmálsins fremur en nýtt þjóðfé- lag verður mótað og endurskapað í yfir- byggingu þess. Byltingin kemur að neðan, úr því sem er loðið eða í ætt við óskapnað- inn, í honum er formgnóttin. Orðflæði þarf ekki að vera leit að nýjum frásagnarmáta, heldur að tilbrigðum við uppruna sagna- brunnsins (ef hann er þá til), eða það er eitthvað á borð við t.d. að hlusta á umrótið sem verður í huganum ef saga er lesin í hljóði. Öðru máli gegnir þegar um bókmennta- fræðing er að ræða, orðflæði hans ber sjald- an vitni um, að hann leiti nýrra forma í efninu sem hann tekur til meðferðar. Venju- lega styðst hann við formúlu frá öðrum eða fyrirmyndir úr annarri umfjöllun, slengir efninu saman og falsar textann til að breiða yfir ósjálfstæði sitt. Hann reynir að sanna mál sitt og skoðanir með því að halla máli annarra. Þannig er hann ekki hlutlaus gagn- vart viðfangsefninu, hann stundar ekki fræði, hann gengur á vit fordóma og ósk- hyggju og honum ferst svipað og áður nefndum skólagengnum pörupiltum. Al- gengt er að fræðingar fjalli ekki um bækur í bókmenntagreinum sínum, þeir taka ádeiluskáld sér til fyrirmyndar og deila á efni og gerð umræddra bóka, líkt og skáldið deilir á samfélagið. Þar af leiðandi geta þeir ekki brotið neitt til mergjar og lagt hug- myndir bókanna fyrir lesendur. Þeir gera engan greinarmun á skáldskap og fræði- mennsku og hafa ekki fengið æfingu í rit- könnun og fæla lesendur frá eða laða þá að bókinni eftir sínum duttlungum. Venjulega koma íslenskir gagnrýnendur fram sem eins konar lesendafælur. Dæmi um hvemig Kristján B. Jónasson s'engir öllu saman er þegar hann segir: „Og landslagsarkitektinn sem aldrei var annað en gengi af unglingum er þar með kominn í hóp með norrænum barnabók- menntum, kvennapólitík, uppgjafakomm- um, spænskum falangistum, íslensku valdakerfi og síðast en ekki síst eðli ís- lensku þjóðarinnar (hvað ætli Guðbergur hafi skilgreint eðli íslensku þjóðarinnar oft?) auk íslenskra rithöfunda, bókmennta- fræðinga, bændaþjóðfélagsins og hans eig- in flekkleysi, því allt fær hér sinn dágóða skammt.“ Þetta er þó ekkert samhengislaust raus.“ Ekki er ljóst hvort hann á hér við fræði- mennsku sína eða rausið í Guðbergi. Kannski slær hann varnagla í síðustu setn- ingunni, ef einhver skyldi efast um upptaln- ingu hans og heillyndi og fara að glugga í bókina sem hann fjallar um til að nálgast hið sanna. Sá sem les bók Kristínar veit að hann falsar, líklega til að upphefja sig. Oft er erfitt að greiða úr flækju hans, en það væri of auðvelt að útskýra greinina með því, að hún sé skrifuð af óvild, að ungan mann langi að taka þátt í strengleik sem aðrir hafa leikið margoft á fussum-fei-fiðl- urnar sínar eða á luntalúturnar. Þó væri óheiðarlegt að neita, að þeim sem þetta skrifar finnst kræla á fordild í greininni, keimlíkri þeirri sem kom frá brjóstvitinu og 100 TMM 1993:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.