Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Blaðsíða 25
EINLYNDI MARGLYNDI
framkvæmni viðkvæmni
samræmi auður
eilífðin augnablikið
eining fjölbreytni
dýpt breidd
orka fjölbreytni
Tafla 2. Lykilhugtök í lýsingu Sigurðar Nordals
á tvenns konar persónugerðum eða lífsstefnum.
(prentuð 1919), þar sem söguhetjan, Álfur frá Vindhæli, er svo marglyndur
maður að heldur við stefnuleysi, hann er maður augnabliksins. Hann er líka
kvennamaður, enda var sagt „léttúðlega“að fyrirlestrar Sigurðar lýstu ferð
„Gjennem mange til een“ — og var víst átt við konur.4 í „Hel“ virðist sem
gæfuna sé að finna í hæfilegum meðalveg milli marglyndis og einlyndis, gott
sé að þreifa á mörgu og reyna margt, en þó líka nauðsynlegt að beina gáfum
sínum í ákveðinn farveg. Kannski hugsaði Nordal sér að einhverju leyti að á
æsku- og námsárum gæti marglyndi hentað vel; en einlyndi á fullorðins- og
framkvæmdaárum.
Leikur að týpum
Kalla má nokkuð augljóst að allir eiginleikarnir sem hér eru settir undir
fyrirsögnina einlyndi geta átt við Ingólf en marglyndið við Hjörleif. Ef
spurningin um einlyndi andstætt marglyndi skyldi nú að einhverju leyti
varða það hvort karlmenn bera gæfu til að bindast einni konu ævilangt má
geta þess að Ingólfur er aldrei kenndur við aðra konu en Hallveigu sína
Fróðadóttur, en Hjörleifur gamnar sér með enskri stúlku sem hann finnur í
víkingaferð meðan unnustan bíður heima. Hjörleifur er örgeðja göslari,
hann fær geysilegan áhuga hratt og missir hann hratt, enda skortir hann
úthald; og svo kemur á daginn þegar hann er kominn til íslands að í rauninni
er hann líklega haldinn þunglyndi. Virðist óhætt að kalla Hjörleif geðhvarfa
(maníódepressívan), þó að veiklun á geði sé í sjálfu sér ekki hluti af marg-
lyndri persónugerð. Ingólfur aftur á móti kemst áfram á seiglunni, hann
skiptir sjaldan skapi, er alltaf ábyrgur, einkenni hans er festan.
Við Ingólfseðlið blandar Gunnar svo hugmyndum um norræna þjóðarsál,
TMM 1994:4
23