Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Blaðsíða 57

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Blaðsíða 57
ing í tilverunni. Tengsl manna í milli eru gagnsærri en aðrar þjóðir eiga að venjast, jöfnuður betri (þótt aðlögun okkar að heimsmarkaði hafi á síðari árum aukið mun á ríkum og fátækum), margt getur hjálpað íslendingi til þess innra sjálfstæðis sem eflir hann til að kikna ekki undan hlutskipti sínu, til að hann neiti því að verða leiksoppur afla sem hann hefur engin tök á. í þröngum hagfræðilegum skilningi borgar sig ekki að reka sjálfstætt íslenskt þjóðfélag, íslensk menning er kannski fallít á heimsmarkaði — en ekkert er okkur flestum samt eftirsóknarverðara. Vegna þess að ef við snúum baki við þessum tilverugrundvelli, þá liggur leiðin ekki frá „einangrun“ til framfara, eins og er látið í veðri vaka, heldur frá tilveru sem er okkar til „heimsþorpsins". Heimsþorpið þarf svosem ekki að vera neitt helvíti, en það er heldur leiðinlegt pláss og kaldranalegt. Þar eru tvöhundruð tegundir af ostum og fimmtíu tegundir af viskí, en fjölbreytni í mannlífi er lygilega lítil — allir á þeirri leið að samsama sig bandarískum meðaljóni í viðhorfum, neyslu, lífsháttum ( og þetta á líka við um Evrópulönd náttúrlega, hvað sem þeir reigja sig, kommissarar í Brussel). í heimsþorpinu er búið að samræma ekki einasta „samkeppnisstöðu fyrirtækja“ heldur líka sjónvarpsáhorf, at- vinnuleysi sem fastan dagskrárlið í tilverunni, gefa „rekstrarumhverfi" al- þjóðafyrirtækja forgang fram yfir félagslegar þarfir. Það er búið að staðla menningarlega stéttaskiptingu, það er meira að segja búið að staðla afmark- aðar tilraunir til að brúa þessa stéttaskiptingu ( með fjöldatónleikum tenór- söngvara). Það er búið að hagræða öllu í þágu þeirra sem fjármagn eiga, það er búið að skapa samræmt samfélagskerfi sem kennt er við „tvo þriðju“ sem hafa það gott eða sæmilegt — og þá er eftir einn þriðji þegnanna sem er óþarfur, dæmdur úr leik. Því meir sem fullveldið skerðist í þeim mun ríkari mæli flytjum við inn í heimsþorpið. Þeim mun eiginlegra verður mönnum að líta á allt það sem þar gerist sem náttúrulögmál, sem ekki verða umflúin. „Hægt mun að festast, bágt mun úr að víkja“, kvað Jón Helgason. „Sjálfgerðir fjötrar eru traustastir fjötra“ orti Sigfús Daðason. Og þegar menn hafa búið þar í heimsþorpinu um skeið getur vel svo farið að mönnum sýnist það ekki skipta neinu sérstöku máli lengur hvort þeir nenna að tala tungu forfeðranna eða ekki. Og það getur vel verið að svo verði fyrir þeim komið að þeir hafi rétt fyrir sér. TMM 1994:4 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.