Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Blaðsíða 131
mér „Tófusaga“, prósaljóð um félagslega
aðlögun sveitamanns í borg eða sagan af
því hvernig villidýrið í manninum er að-
lagað menningunni. Hann langar til að
vera lúmskt hættulegur sauðþægu, sauð-
heimsku umhverfi sínu en meðan hann
bíður færis í heiðarlegu og meinleysis-
legu starfi, ,Jcannski sem bókavörður á
Landsbókasafninu, kennari í Mennta-
skólanum, eitthvað“, þá venst hann þessu
umhverfi og hættir smám saman að vera
tófa. Hugmyndin er ffábær og úrvinnsl-
an með vísindalegri nákvæmni.
Miðhlutinn er samstæðari en sá fyrsti,
og allir sem hafa búið erlendis kannast
við upplifanir sem ljóðin segja frá: til-
finninguna um að vera öðruvísi, fram-
andi („Japanska í Dundee“), ekki maður
sjálfur heldur annar („Leiguíbúð"),
jafnvel þótt maður reyni af alefli að
halda í sitt ídentítet (,,Eftirlíkingar“);
f stórmarkaðinum streittist ég við
að stæla undirskriftina mína,
beið eftir því að konan á kassanum
kæmi upp um mig: Falsari!
í útlöndum sér mann enginn. Skáldinu
finnst hann vera að hverfa í ljóðinu „I
gleymskuhafinu“ sem túlkar sáran leiða
og löngun til að afmá sjálfið. Og „100%
Icelandic Tweed“ tjáir heimþrá og ótt-
ann við að týna föðurlandinu á einstak-
lega sterkan og ffumlegan hátt. Þetta er
prósaljóð og segir frá íslenskum tvíd-
jakka úr kaupfélaginu á Djúpavogi sem
hvarf með öllu þegar eigandinn keypti
sér til skiptanna jakka úr ekta skosku
tvídi — „og hef ég ekki saknað neinnar
flíkur jafnsárt.“
Síðasta ljóð þessa hluta, „Bráðum“,
reynir að endurskapa flóknar tilfinning-
ar þess sem er á förum heim: þrá og
söknuð í blöndu sem kannski er ólýsan-
leg. Þó að myndin sé víkkuð út með lykt
— af ediki og sellerí — er aðferðin að-
eins of hversdagsleg tfl að ná dýpt.
f fyrri hlutunum tveim eru ekki bein
náttúruljóð nema „Lochee Park, Dun-
dee“ þar sem maðurinn verður eitt af
trjánum og eitt með náttúrunni þegar
myrkrið kemur. í þriðja hlutanum hefur
Sveinn Yngvi safnað öðrum náttúru-
ljóðum saman. Hann yrkir um Hengil-
inn sem er „Eins og að sjá á bak / hvítum
hval / svamla dýpra inn í landið“, und-
arlegar jurtir sem tala algræna latínu,
huggandi stöðugleika náttúrunnar eins
og hann birtist í óbifanlegum trjánum,
og vorið kemur í líki krakkaorms sem
smýgur út um kjallaraglugga. Mikil-
fenglegust er myndin í „Svartur flygill
yfir mér“ — og hún er með hljómi:
Ég loka augunum og ímynda mér að ég
liggi úti um nótt, undir himni sem er eins
og hljómbotninn á svörtum flygli. Það
mun enginn leika á flygilinn í nótt og
hann stendur þarna yfir mér kyrr og
óhagganlegur á þremur fótum sínum,
þakinn skýjum. Hérna niðri grilli ég t
gyllta pedala hans í rökkrinu, og ef ég
styð á þann rétta lyftast púðamir af
þöndum strengjum hans og þá heyri ég
djúpt og magnað tómahljóð ymja þarna
uppi á himninum.
Hér er sama nákvæmnin í lýsingum og
í „Tófusögu“; einkennilega fullnægjandi
ljóðmynd.
Víða í ljóðunum er talað um „okkur“
og vísað í fjölskyldulíf. Kona er þó ekki
persóna í ljóðunum, en síðast í bókinni
er elskulegt ljóð um föður sem fer með
barn sitt, sjálfspilandi sérhljóðahörpu
eins og hann kallar það, á sumartónleika
í Skálholti í ofnæmislegri sumarblíðu.
Vera hans á tónleikunum fær snöggan
endi, hann verður að fara út vegna þess
að barnið blandar sér í tónleikana —
„sjálfur Orfeus / er útlægur ger“.
Ljóð eru stillansar
Sveinn Yngvi yrkir af athyglisverðri auð-
mýkt og virðingu um list sína í nokkrum
TMM 1994:4
129