Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Blaðsíða 78

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Blaðsíða 78
án þess að ráða sér sjálfur og verið alla tíð undir stjórn annarra. Að þessu leyti virðist líking þjóðar við einstakling standast fyllilega. Bæði tvö geta hugsanlega búið við ósjálfstæði og lotið utanaðkomandi valdi. En eru ein- staklingur og þjóð sjálfráða með hliðstæðum hætti? Sjálfræði einstaklings byggist á því að hann veit af sjálfum sér sem einstaklingi og vill ráða sér sjálfur. Það virðist því eðlilegt að álykta að sjálfstæði þjóðar byggist með sama hætti á eigin vitund um sjálfa sig sem eina heild og á hennar eigin vilja til að stjórna sér sjálf. En getur þjóð haft vitund og vilja með sama hætti og einstök mannvera? Ef svo er, þá verður að vera unnt að finna þjóðarvitundina og þjóðarviljann. Vandinn blasir við: Þjóð hugsar ekki, tjáir sig ekki og tekur ekki ákvarðanir eins og einstök mannvera sem frá náttúrunnar hendi er gædd ákveðnum skilningarvitum, sálargáfum og hæfileikum til athafna. Af þessu virðist leiða að sjálfræði þjóðar verði að hugsa út frá öðrum forsendum en þeim að hún sé ein heild frá náttúrunnar hendi. Með öðrum orðum, einingu þjóðar, sem getur tryggt vitund hennar og vilja til sjálfstæðis, virðist þurfa að hugsa á öðrum grunni en hina sjálfgefnu einingu einstaklings sem veit af sjálfúm sér og er gæddur náttúrulegum lífsvilja. Þjóðfrelsi virðist þá byggja á öðrum forsendum en frelsi einstaklings. Helstu forsendur þessarar niðurstöðu eru þær að þjóð hugsi ekki með sama hætti og einstaklingur. Hún virðist þá ekki heldur gædd vitund og vilja með sama hætti og einstaklingur. Við skulum samt ekki hrapa að þeirri ályktun að marklaust sé að tala um vitund og vilja þjóðar. Vera má að fleira sé líkt með þjóð og mannlegum einstaklingi en fram hefur komið. Hér ætla ég einungis að benda á eitt höfuðeinkenni mannlegrar sjálfsvitundar sem við, hinar einstöku mannverur, kærum okkur sjaldnast um að viðurkenna: Sjálf manns er aldrei gefið eins og ein afmörkuð heild eða ákveðin vera, heldur er það í endalausri uppbyggingu eða niðurbroti. Þetta kann að hljóma sem furðuleg heimspeki því við göngum einmitt að því vísu í hinni daglegu lífsbaráttu að við vitum nákvæmlega hver við sjálf séum, að minnsta kosti sem einstaklingar. Sannleikurinn er samt sá að þetta vitum við ekki, því að sjálfa sig getur engin manneskja höndlað hvorki í huganum né með öðrum hætti. Það sem við höndlum og höldum vera okkur sjálf eru í rauninni myndir af okkur sjálfum, myndir sem iðulega breytast eítir reynslu okkar og nýjum kynnum. Hið fræga boðorð véfréttarinnar í Delfí: „Þekktu sjálfan þig!“ segir þetta óbeint. Sérhver maður á að taka boðorðið til sín vegna þess að enginn þekkir sjálfan sig fyllilega, heldur einungis í brotum. Þess vegna er sjálfsmyndin aldrei ein, heldur eru margar myndir af hverri manneskju á reiki í hennar eigin huga. Um leið tekur viðleitni hverrar manneskju til að vera hún sjálf aldrei enda á meðan hún hefur eitthvert hugboð um sjálfa sig. 76 TMM 1994:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.