Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Blaðsíða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Blaðsíða 55
ingar eignuðust Biblíu á sínu máli eftir siðaskipti en fengju hana ekki ókeypis á dönsku. En þegar menningarleg þjóðernishyggja er á undanhaldi — ásamt trúnaði við fullveldið — þá heimta menn tíu sjónvarpsrásir á ensku inn á hvert heimili, enda borgi erlendir auglýsendur brúsann. Mörg önnur dæmi hliðstæð mætti nefna og tengjast öll því að sú megin- regla Evrópusambands og annarra ríkjablakka okkar daga, að markaðurinn skuli ráða, er í grundvallaratriðum andstæð tilverurökum smáþjóðamenn- ingar. fslenskur háskóli, íslenskt sjónvarp, íslenskt leikhús, tónlistarlíf— allt er þetta tímaskekkja og óþarfi — frá sjónarhóli markaðshyggju. Ekkert af þessu borgar sig. Það er heldur enginn skortur á hagfróðum mönnum sem gera sitt besta til að telja okkur trú um að styrkir samfélagsins — alþingis, sveitafélaga og annarra stofnana fullvalda ríkis — til að halda uppi slíkri starfsemi, séu afbrot gegn réttri hagstjórn. Gott ef ekki ofríki stjórnmála- manna og „menningarvita“ sem vilja hafa „vit fyrir öðrum“. Menning smáþjóðar, ekki síst ef þjóðin er jafn fáliðuð og íslendingar, lifir ekki nema allt leggist á eitt: Hefð, einstaklingar, pólitískur vilji, stofnanir fullvalda ríkis. Við þurfum á hverjum degi að safna liði til að sem flestir sýni menningarstarfsemi þjóðarinnar virkan áhuga, taki þátt í henni með einum eða öðrum hætti. Við getum ekki leyft okkur þann munað að örlítið brot þjóðarinnar komi við sögu til að halda lífi í „hámenningunni" — ef menn- ingarleg stéttaskipting yrði hér svipuð og í Bandaríkjunum til dæmis, þá legði íslensk menning smám saman upp laupana. Það væri kannski hægt að gefa út bók og bók, Björk og Kristján mundu halda áfram að syngja sitt popp og sínar klassísku aríur hér og þar um heiminn en það skipti okkur svosem ósköp litlu til eða frá. Og til þess að þessi daglegi liðssafnaður gangi sæmilega, til að fjöldi þeirra sem í litlu samfélagi sýna menningu sinni einhvern virkan áhuga falli ekki niður fyrir hættumark, þarf pólitískur vilji til sjálfstæðis að vera ótvíræður, fullveldið sterkt en ekki víkjandi. Víkjandi fullveldi er það hægfljótandi deyfilyf sem dregur úr mönnum frumkvæði, eyðir sannfæringu um að eitthvað er okkur léð „sem ekki er í vörslu hinna“ ( Jón Helgason), en innrætir þeim sem upp vaxa óvirka afstöðu þiggjandans. Gott ef ekki lágkúrulegan sníkjulífshugsunarhátt á borð við þann sem tókst að berja niður í sjónvarpsumræðunni um og effir 1960 en hefur æ síðan skotið upp sínum selshaus og lætur nú öllum illum látum TMM 1994:4 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.