Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Blaðsíða 108
ingu, mannvonsku í flóknu samhengi einstakra persóna sem og í hinu
einfalda samhengi mannlegrar náttúru. Þetta eru stór orð, ýkjur, því í
rauninni var þetta bara leiksýning þar sem allir höfðu kunnáttu til að láta
sem þeir væru ekki síður ferskir í að leika — heldur en við áhorfendur að
horfa á. Myndirnar sem brugðið var upp á sviðinu í Krókódílastrœtinu,
tjáning einstakra persóna, samskiptin þeirra í milli, leikur ljósanna, tónlist
og hreyfmgar — allt féll svo vel saman að unun var á að horfa. Um leið var
potað lævíslega í einbeitta áhorfendur, þær hrærðir til samræðu við sjálfa sig
og aðra um það sem þeir höfðu verið að horfa á eða eitthvað annað sem það
varpaði ljósi á. Þessi bresk/alþjóðlegi leikhópur naut auðvitað góðs af því að
áhorfandinn varð að taka því sem fýrir augu bar og hafði ekkert annað að
miða við. Leikritið var unnið upp úr okkur óþekktri sögu ókunnugs höf-
undar, leikararnir þurftu ekki að keppa við sjálfa sig eins og íslenskir leikarar
verða iðulega að gera — vera eins og alltaf, aldrei betri, líka hæfileikaríkir í
gamanleik, ekki síðri í alvarlegum hlutverkum o. s.frv. Því þótt leikurum hér
á landi hafi fjölgað þá þekkjum við, leikhúsgestir, leikarana okkar og erum
full aðdáunar eða fordóma gagnvart þeim. Við þekkjum þá líka utan sviðsins
— ekki persónulega — en við vitum hvar þeir hafa verið um helgar. Já, það
er að verða æ meira áberandi þáttur í íslensku leikhúslífi að íslenskir leikarar
geti orðið slúðurdálkastjörnur. í rauninni er mesta furða hvað þeir hafa varist
vel eins og ýmis dag- en þó einkum vikublöð hafa lagt sig í líma við gera þá
að einhverju öðru en listafólki sem tekur starf sitt alvarlega og þykir gott að
slappa af yfir bjórglasi á einhverri af fjölmörgum krám og kaffihúsum
bæjarins þegar þeir koma út úr leikhúsunum seint og um síðir. Og leikhús-
unum, einkum þeim stóru, virðist bara þykja þetta gott? Þessi umfjöllun
beinir jú vissulega í og með athygli að leiklistinni. Og kannski rata einhverjir
í leikhúsið út á þetta. Þessi sértæki áhugi fjölmiðlanna á leikhúsfólki getur
þó verið varhugaverður ef leikhúsin fara að miða val leikara sinna í verkefni
út frá auglýsingagildi þeirra. Getur það verið að ofnotkun leikara standi í
samhengi við þetta? Ungir, efnilegir leikarar sem enn er spennandi að fylgjast
með jafnt á sviði sem í „hringiðu helgarinnar“ leika hvert hlutverkið á fætur
öðru, eru næstum því í hverju einasta leikriti, lafmóðir verkamenn í leikhús-
verksmiðju. Þetta hlýtur að vera þreytandi fyrir þá þótt þeir haldi reisn sinni
og gæðum, ef svo má að orði komast, furðulengi. Þetta er ungt og sterkt fólk.
En þetta er líka ágæt leið til að brenna það upp, minnka lífið í leikhúsinu.
Nú segja kannski margir gamalgrónir leikhúsmenn—þetta hefur alltaf verið
svona. Og víst er þessi tilhneiging fyrir hendi í öllum listum. Hér á landi hafa
leikarar alltaf verið láglaunastétt. En það hafa ekki alltaf verið svona mörg
leiksvið í hverju leikhúsi og leikarar hafa fram til þessa ekki haft svo marga
möguleika til að vinna fyrir sér með hæfileikum sínum í störfum tengdum
106
TMM 1994:4