Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Blaðsíða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Blaðsíða 17
vettvang, nokkurn veginn réttstundis, og þar er Kristinn kominn. Hann talaði á undan og þá var tónninn þessi: Tímabil hinna tómu penna, frasi sem einhver þeirra hafði fundið, ég held það hafi verið Einar Olgeirsson, og öll kippan var með hann, alls staðar, tímabil hinna tómu penna væri liðinn og maður ætti að hlusta eftir rödd fólksins, listamenn ættu að hlusta eftir rödd fólksins áður en þeir færu að skrifa, vera samstiga við alþýðuna. Ég kom svo upp í pontuna og sagði að auðvitað ætti listamaðurinn að hugsa og hlusta og horfa en hann ætti ekki bara að bíða eftir þeim sem þið kallið fólkið, með allri þeirri óvirðingu sem í því felst, eins og það sé einhver samstillt hjörð í haga, og þið með flautuna og foréttindin, og að listamaðurinn ætti engan dómara nema eigin samvisku, engan æðri dómara en það sem einu sinni var kallað guðsröddin í brjósti þér. Og ég sagði að ég væri miður mín að heyra mann eins og Kristin Andrésson, með hans vitsmuni og mannlegt atgervi, tala svona og ég gæti ekki leitt það hjá mér þegar hann segði það en ég andmælti því og vísaði því frá mér. Og þegar ég kom heim skrifaði ég honum bréf og sagði honum að það hefði verið sárt að þurfa að tala svona við hann en það hefði ég orðið að gera og ég stæði við allt sem ég hefði sagt, en sagði svo hvern hug ég bæri til hans. Svo þetta fór allt skaplega og ég held að það hafi verið gott að þetta gerðist, fyrir okkur báða og hugsanlega einhverja fleiri. Einræðni eða margræðni — í þeim myndrœnu lýsingum sem telja má eitt höfuðeinkenni á stíl þínum virðist mér oftar en ekki að tungumálið sé í þínum augum sjálfstæð höfuð- skepna. Það er ekki hin beina lína sögunnar sem rœður ferðinni heldur syngj- andi stílsins, tignun málsins. Nú er þinn stílsmáti engan veginn ótengdur alþjóðlegri bókmenntaþróun en mœtti ekki líka líta sér nœr; til Einars Bene- diktssonar og allar götur aftur til hins dróttkvæða háttar? Margræður og íburðarmikill stíll og stundum þungur, með tilþrifum og nýyrðasmíð þar sem reynt er á þanþol málsins eins og bókmenntafræðingarnir segja. Andstætt Eddustíl, talmáli, stíl sem stefnir að áreynslulausum einfaldleika. Ertu drótt- kvæður nútímamaður? Þetta er allt eitt fyrir mér. Maður er að reyna að segja eitthvað með hverju orði en svo finnst mér gott að þau tengist aftur öðrum orðum með ýmsum hætti, líka hljómböndum, einhvers konar innra rími og verði þétt smíð, ofin og bundin, þannig að myndist einhver hljómkviða ef maður má nota svo dýrt orð, og að litirnir svari öðrum litum og það skapist ein heild með öllu sem er undir. Spenna þetta allt í einn spuna þar sem allt svari öðru, segja eitthvað sem maður vonar að komi einhverjum við, komi við einhvern, og TMM 1994:4 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.