Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Blaðsíða 37
Og enninu snjóvgu til ljóshæða lyft
og líttu sem örninn mót sólu,
sjá, heiðríkt er austrið og húmskýjum svipt,
þau hurfu fyr morgunsins gjólu;
hver óskar nú lengur á blindninnar bás
að bolast af þrælkun frá tímanna rás?
Ættjarðarljóðin mótuðust á danskri grundu. Hin ungu skáld íslands, sem
numu í Kaupmannahöfn, hylltu landið úr íjarlægð og eggjuðu landa sína til
sóknar. Tónninn í skáldskap Bólu-Hjálmars og Kristjáns Jónssonar og af-
staða þeirra til harðbýllar náttúru norðlenska bóndans er harla ólík þeirri
rómantísku náttúrusýn sem einkennir hvatningarljóð Kaupmannahafnar-
faranna. Raunsæismenn eins og Hannes Hafstein snéru þó afdráttarlaust
bakinu við fortíðardýrkun rómantíkurinnar, litu þess í stað til framtíðar og
hvöttu þjóðina hiklaust fram veginn. Svona kveður Hannes aldamótaárið:
Starfið er margt, en eitt er bræðra bandið,
boðorðið, hvar sem þér í fylking standið,
hvernig sem stríðið þá og þá er blandið:
það er: Að elska, byggja og treysta á landið.
Þegar Ingólfur Arnarson og unga fólkið í ungmennafélaginu kyrja þetta
ættjarðarljóð á hlaðinu í Sumarhúsum fundu þau
að þessi visa var ekki síst um Bjart í Sumarhúsum, kanski var hún
í fýrsta lagi einmitt um hann, húrra fyrir landnámsmanninum í
heiðardalnum, þessum ótrauða syni Islands, húrra fyrir Bjarti í
Sumarhúsum og konu hans.
Lofsöngurinn til sveitasælunnar hljómar hjákátlega í Sumarhúsum. Halldór
Laxness afhjúpar tvískinnunginn sem felst í ættjarðarljóðinu á þessum
tveimur ólíku stundum í Sjálfstœðu fólki. Annars vegar er kjarni þeirra helg
upphafning náttúrunnar sem þolir ekki hörku hversdagsleikans, og hins
vegar prédika þau tilkall hvers manns til frelsis, sem klæðst gat búningi
mannvonskulegs strits. Slíkur frelsisdraumur hafði hvatt Bjart upp á heiðina,
en kraftbirtingu hans skynjaði hann ekki til fullnustu fyrr en hann var —
eins og sauðkindin—kominn upp á afréttinn, burt frá mannanna byggðum,
konu sinni hungraðri og lúsugri tíkinni.
I Sjálfstœðu fólki er ættjarðarljóðið allt í senn bölbæn og lofsöngur. Og
þegar betur er að gáð er íslenska ættjarðarljóðið margslungið, jafnvel mót-
sagnakennt, fyrirbæri. í því leynast ólík, jafnvel ósættanleg, ljóðbrot: þar býr
TMM 1994:4
35