Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Blaðsíða 18
helst ef það rættist sá draumur að það vaknaði eitthvað í þeim sem tekur við.
Mér þykir vænt um að finna að það hafi einhver gagn af því sem ég er að
skrifa, án þess að það haggi því hvernig ég fer að við mína vinnu. En þetta
dróttkvæða, það er óskaplega mikil íþrótt og stundum vanmetin og sjaldan
skoðað alveg hvað er að gerast í dróttkvæðunum og hvernig þeir nota
kenningarnar og myndirnar sem liggja í kenningunum og hvað vakir fyrir
þeim með þeim myndum, og stundum finnst mér að þeir eigi svo annríkt
sumir sem eru að skoða þetta að þeir haldi að þetta sé bara til uppfyllingar.
Það vildi nú verða í dýra kveðskapnum okkar um aldir að formið réði
ferðinni á kostnað skáldskaparins, formleikurinn tók ráðin. Málið fór að
verða sjálfstætt, fríttstandandi, en það má aldrei verða viðskila við líf, ekki
einhver flottheit bara. En mér finnst synd að nota sér ekki þau færi sem búa
í íslensku máli til að töfra, til að galdra svolítið.
— Rithöfundar hafa lagt mismikla áherslu á þá töfra og galdra. Á áttunda
áratugnum lögðu ýmsir meira upp úr einföldum stíl og stundum boðskap, það
sem stundum var kallað nýraunsœi.
Já, þetta var eins og hver önnur pest á Norðurlöndum um skeið, það mátti
helst ekki standa neitt í bók sem lesandi vissi ekki fyrir, þá færi honum að
líða illa. Allt átti að vera einfalt og aðgengilegt eins og í tungumálakennslunni
þar sem þeir töluðu um Swahili without toil. Ég held að þetta sé bráðdrepandi
aðferð því sá sem aldrei beitir sér, hann verður að öngu. Ef þú reynir ekki á
líkamann verðurðu linur og visnar, strá að hausti. Mér finnst það kostur að
það séu margir möguleikar í bók eða málverki. En samkvæmt þessari nýein-
feldnisstefnu átti maður bara að vera nógu bljúgur og auðmjúkur og segja
hluti sem allir vissu fyrir. Og þeir sem vissu ekkert sem aðrir vissu ekki sáu
þarna tækifæri til þess að koma í staðinn fyrir hina sem voru að reyna að
segja eitthvað sem var ekki hvarvetna á framfæri en kunni að ná hljómi í
djúpinu hjá fólki þegar vel tókst til.
Fyndni og alvara
— Þú varst lengi mjög alvörugefinn höfundur ogfyndnin og háðskan birtist
lengi vel helst í greinaskrifum. Það er kannski fyrst í sendinefndarlýsingum
Foldu sem hin óábyrga léttúð fœr að njóta sín tilfulls. Hélstu aftur afþínum
gamansama púkaf
Ég vona að maður hafi ekki verið alveg stífur af alvöru. Mér finnst nú best
að þetta fari allt saman og fyndinn sé þá í merkingunni fundvís, sem er eina
sanna merkingin þó það hafi nú stundum ruglast í afþreyingarærustunni
16
TMM 1994:4