Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Qupperneq 18

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Qupperneq 18
helst ef það rættist sá draumur að það vaknaði eitthvað í þeim sem tekur við. Mér þykir vænt um að finna að það hafi einhver gagn af því sem ég er að skrifa, án þess að það haggi því hvernig ég fer að við mína vinnu. En þetta dróttkvæða, það er óskaplega mikil íþrótt og stundum vanmetin og sjaldan skoðað alveg hvað er að gerast í dróttkvæðunum og hvernig þeir nota kenningarnar og myndirnar sem liggja í kenningunum og hvað vakir fyrir þeim með þeim myndum, og stundum finnst mér að þeir eigi svo annríkt sumir sem eru að skoða þetta að þeir haldi að þetta sé bara til uppfyllingar. Það vildi nú verða í dýra kveðskapnum okkar um aldir að formið réði ferðinni á kostnað skáldskaparins, formleikurinn tók ráðin. Málið fór að verða sjálfstætt, fríttstandandi, en það má aldrei verða viðskila við líf, ekki einhver flottheit bara. En mér finnst synd að nota sér ekki þau færi sem búa í íslensku máli til að töfra, til að galdra svolítið. — Rithöfundar hafa lagt mismikla áherslu á þá töfra og galdra. Á áttunda áratugnum lögðu ýmsir meira upp úr einföldum stíl og stundum boðskap, það sem stundum var kallað nýraunsœi. Já, þetta var eins og hver önnur pest á Norðurlöndum um skeið, það mátti helst ekki standa neitt í bók sem lesandi vissi ekki fyrir, þá færi honum að líða illa. Allt átti að vera einfalt og aðgengilegt eins og í tungumálakennslunni þar sem þeir töluðu um Swahili without toil. Ég held að þetta sé bráðdrepandi aðferð því sá sem aldrei beitir sér, hann verður að öngu. Ef þú reynir ekki á líkamann verðurðu linur og visnar, strá að hausti. Mér finnst það kostur að það séu margir möguleikar í bók eða málverki. En samkvæmt þessari nýein- feldnisstefnu átti maður bara að vera nógu bljúgur og auðmjúkur og segja hluti sem allir vissu fyrir. Og þeir sem vissu ekkert sem aðrir vissu ekki sáu þarna tækifæri til þess að koma í staðinn fyrir hina sem voru að reyna að segja eitthvað sem var ekki hvarvetna á framfæri en kunni að ná hljómi í djúpinu hjá fólki þegar vel tókst til. Fyndni og alvara — Þú varst lengi mjög alvörugefinn höfundur ogfyndnin og háðskan birtist lengi vel helst í greinaskrifum. Það er kannski fyrst í sendinefndarlýsingum Foldu sem hin óábyrga léttúð fœr að njóta sín tilfulls. Hélstu aftur afþínum gamansama púkaf Ég vona að maður hafi ekki verið alveg stífur af alvöru. Mér finnst nú best að þetta fari allt saman og fyndinn sé þá í merkingunni fundvís, sem er eina sanna merkingin þó það hafi nú stundum ruglast í afþreyingarærustunni 16 TMM 1994:4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.