Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Blaðsíða 48

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Blaðsíða 48
frumbyggja Ameríku í trausti þess að þeir væru öðrum göfugri þjóð, heldur tóku þeir sér allan rétt sem sannkristnir menn til að fara með andskotans heiðingja eins og þeim sýndist. Þýskaland missti ekki meirihluta íbúa sinna á 17. öld í styrjöldum þjóðríkja heldur í þrjátíu ára stríði kaþólskra og lúterskra. I dag hafa menn auðvitað áhyggjur af þjóðadeilum blóðugum eins og þeim sem geisa milli Armena og Azera — en óttinn mikli er við það að heimur íslams komist á vald herskárra manna sem vilji fara í heilagt stríð gegn þeim stóra Satan sem kristin Vesturlönd eru. Þýða þessi dæmi öll að eingyðistrú sé af hinu illa og ætti helst ekki að vera til? Rétt eins og annar ófriðarvaldur, sem herská þjóðernishyggja getur að sönnu orðið? Heimsstyrjöldin fyrri kviknaði ekki fyrst og fremst af þjóðernishyggju, þótt auðvitað væri óspart blásið að þjóðahatri meðan á henni stóð. Hún kviknaði af átökum heimsvelda um uppskiptingu heimsins í nýlendur, markaði og áhrifasvæði. í lok hennar var komið á fót allmörgum nýjum þjóðríkjum í Evrópu — af þeirri einföldu ástæðu að sigurvegararnir töldu það sér í hag að skipta upp löndum „vondra“ stórvelda. Bretar og Frakkar fengu allt í einu skilning á þjóðernishyggju Tékka, Slóvaka og Litháa, skilning sem þeir sýndu aldrei þegnum sínum í Wales eða á Bretagne. Slík hegðun heldur áfram enn í dag: Allir vildu að Sovétríkin, „heimsveldi hins illa“, skiptist upp í fimmtán ríki, þótt sum þeirra eigi sér enga forsögu aðra en vera sovéskar stjórnsýslueiningar. Það er talið framför að þjóðríki verði til upp úr óvinaríkjum (Tyrkjaveldi, Austurríki-Ungverjaland, Rússland), en allt þjóð- ernisbrambolt sem ógnar „einingu" okkar ríkja (eða nú síðast Vestur-Evr- ópu) það er af hinu illa. Þjóðernishyggjan telst nefnilega góð eða ill, allt eft ir því hvernig á stendur. Trúarbrögð geta verið stórhættuleg og blóðsúthellandi eins og fyrrnefnd dæmi sanna. Kapítalisminn er skaðlegur í græðgi sinni. Kommúnisminn í valdhroka sínum. Frjáls verslun í tillitsleysi sínu. Sjónvarp er skaðlegur tímaþjófur. Umferð bíla er mannskæð á við styrjaldir. Það er að segja: allt þetta getur verið stórskaðlegt. Um leið má snúa öllu því sem nú var nefnt til nokkurs gagns. Allt er möguleiki, engin niðurstaða er gefin fyrirfram. Veldur hver á heldur — svo einfalt og banalt er það. Við sleppum ekki frá því að þjóðernishyggja er einatt notuð til að efla fordóma og hatur á útlendingum, á þeim sem eru öðruvísi en „við“. Við getum vitanlega farið sömu leið og áðan þegar spurt er um orsakir styrjalda: sökudólga má finna aðra og ef til vill stærri en nasjónalismann. En það er ekki nóg: það felst oftast í þjóðernishyggju einhver samanburður sem hefur tilhneigingu til að gerast illkynjaður. í versta falli endar hún í fasisma: Við erum öðrum æðri og betri! Burt með ykkurl Til er einstaklingshroki og 46 TMM 1994:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.