Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Blaðsíða 106

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Blaðsíða 106
hverfast um að finna kjarna verksins, það sem skáldið vildi sagt hafa eða segja ef hann hefði skrifað verkið í dag. Eins geta markmið og boðskapur sýning- arinnar einfaldlega snúist um það sem leiklistafólkið sjálft, einkum leikstjór- ann, langar til að glíma við í það og það skipti. Er leikhúsið kannski orðið póstmódernt? Það er jú búið að ganga í gegnum natúralisma, raunsæi, abstrakt, popplistina, nýraunsæið og jafnvel módernismann einhvers staðar inni á milli. Ég er þó ekki alveg viss. Á íslandi fólst módernisminn í leikhúsinu kannski einfaldlega í því að íslenskir höfundar fóru að skrifa leikrit á ný, Jökull Jakobsson, Agnar Þórðarson, Oddur Björnsson, Birgir Sigurðsson o.fl. Meirihluti leikritanna hafði reyndar lítið með módernisma í formi eða umfjöllunarefni að gera þó örlað hafi á slíku. í póstmódernisma leikhússins eins og í öðrum listgreinum er það upplifunin og sú sköpun njótandans sem rís þar af sem skiptir meginmáli, fylgnin við ákveðna hugmynd sem viðkom- andi leikrit gæti sem best þjónað eða þá að leikritið er endurmótað til að svo megi verða. Hér á landi hafa leikstjórar verið fremur ragir við tilraunir af þessu tagi, enda hafa áhorfendur og verkamenn leikhússins, leikararnir, yfirleitt tekið slíkt fremur óstinnt upp. Leikritið, bókmenntaverkið, er heilagt höfundarverk sem ekki má breyta nema um augljósar ambögur sé að ræða og textinn hafi gersamlega misst marks miðað við daginn í dag. En leikhúsið hefur, eins og aðrar listgreinar, víkkað út athafnasvið sitt. Skírskotanir fram og aftur um heimssöguna, til annarra listgreina, eiga ekki síður heima í leiklist en í myndlist, bókmenntum og tónlist. Og leikhúsið bíður upp á meira rúm til slíks en aðrar listgreinar. Á undanförnum áratugum hefur vestrænt leikhús verið að breytast, þró- ast í takt við nýtt samfélagslegt umhverfi. Þegar túlka á sögu á leiksviði verður sú túlkun að bjóða upp á annað áreiti en saga á bók eða í kvikmynd. Og leikhúsið hefur alltaf eitt fram yfir aðra listræna túlkun: hið raunverulega lifandi augnablik. Auk þess býður engin listræn túlkun í jafnmiklum mæli upp á tækifæri til að flétta saman allar listgreinar og hæfileika fjölda manns. Leikhúsið er boðskiptastöð Leikhúsið er lifandi mauraþúfa og allir sem þar vinna eru loftfimleikamenn sem ekki nota net. Það er ekki erfitt að fmna skýringu á því að allt fram á þessa öld stóðu leikarar utan hins borgaralega samfélags. Þetta farandfólk sem átti aðeins heima í miskunnarlausri list sinni, list skemmtunar og sannleika, lítillætis sem sannfærir og hroka sem sannfærir. Þetta fólk kom og fór og skildi þorpin, bæina, byggðalögin eftir með umtalsefni til margra mánaða. Hvað höfðu leikararnir ekki sagt og gert í leiksýningunni, hvað höfðu þeir ekki sagt og gert utan leiksýningarinnar. Sagan sem leikritið sjálft 104 TMM 1994:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.